Erlent

Bróðir Borisar segir af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 47 ára Jo Johnson tók sæti á þingi fyrir Orpington-kjördæmi árið 2010.
Hinn 47 ára Jo Johnson tók sæti á þingi fyrir Orpington-kjördæmi árið 2010. Getty
Breski Íhaldsmaðurinn Jo Johnson, ráðherra málefna ríkisháskóla, rannsókna, vísinda og nýsköpunar sem og bróðir forsætisráðherrans Boris Johnson, hefur sagt af sér ráðherraembætti og þingmennsku.

Frá þessu greindi Jo Johnson í morgun. Hann segist að undanförnu mikið hafa glímt við togstreituna milli fjölskyldu sinnar og hagsmuni þjóðarinnar. Því hafi hann séð þann kost vænstan að láta af störfum.

Ólíkt stóra bróður síns hefur Jo Johnson verið harður talsmaður þess að Bretland verði áfram aðili að Evrópusambandinu og krafist annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.

Hinn 47 ára Jo Johnson tók sæti á þingi fyrir Orpington-kjördæmi árið 2010.

Mikið hefur gengið á í breskum stjórnmálum síðustu sólarhringa, en þingið hafnaði í gær frumvarpi forsætisráðherrans um að boða til kosninga um miðjan október. Áður hafði þingið samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma í veg fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×