Felldu frumvarp Johnson um að boða til kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2019 20:40 Boris Johnson lagði fram frumvarp um að flýta kosningum eftir að þingið samþykkti að binda hendur hans varðandi útgöngu án samnings. Þingið felldi það. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, beið annan ósigur í kvöld þegar breska þingið hafnaði frumvarpi hans um að boða til kosninga í október. Áður hafði þingið samþykkt frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Tveir þriðju hlutar þingheims þurftu að samþykkja frumvarp Johnson til þess að það öðlaðist gildi. Þingmenn Verkamannaflokksins sátu hjá. Á endanum greiddu 298 þingmenn atkvæði með því að flýta kosningum um tvö ár en 56 gegn því. Vantaði 136 upp á að frumvarpið yrði samþykkt. Johnson beindi reiði sinni að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, eftir að niðurstaðan varð ljós. Corbyn hafi orðið fyrsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar til þess að hafna boði um kosningar. „Ég get aðeins leitt líkum að því hvers vegna hann hikar. Augljósa ályktunin er að hann telur sig ekki geta unnið,“ sagði Johnson. Breska ríkisútvarpið BBC segir að örlög frumvarpsins sem neðri deildin samþykkti í kvöld um að fresta útgöngunni séu óljós. Það gengur nú til lávarðadeildarinnar þar sem fulltrúar Íhaldsflokksins gætu stöðvað það með málþófi. Þingfundum verður frestað í næstu viku samkvæmt ákvörðun Johnson.Boris Johnson fails to win the backing of enough MPs to hold a snap election next month, falling short of the two-thirds majority required by lawLive updates: https://t.co/UcpUupmXtg pic.twitter.com/iGcgvXkkgn— BBC Politics (@BBCPolitics) September 4, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, beið annan ósigur í kvöld þegar breska þingið hafnaði frumvarpi hans um að boða til kosninga í október. Áður hafði þingið samþykkt frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Tveir þriðju hlutar þingheims þurftu að samþykkja frumvarp Johnson til þess að það öðlaðist gildi. Þingmenn Verkamannaflokksins sátu hjá. Á endanum greiddu 298 þingmenn atkvæði með því að flýta kosningum um tvö ár en 56 gegn því. Vantaði 136 upp á að frumvarpið yrði samþykkt. Johnson beindi reiði sinni að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, eftir að niðurstaðan varð ljós. Corbyn hafi orðið fyrsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar til þess að hafna boði um kosningar. „Ég get aðeins leitt líkum að því hvers vegna hann hikar. Augljósa ályktunin er að hann telur sig ekki geta unnið,“ sagði Johnson. Breska ríkisútvarpið BBC segir að örlög frumvarpsins sem neðri deildin samþykkti í kvöld um að fresta útgöngunni séu óljós. Það gengur nú til lávarðadeildarinnar þar sem fulltrúar Íhaldsflokksins gætu stöðvað það með málþófi. Þingfundum verður frestað í næstu viku samkvæmt ákvörðun Johnson.Boris Johnson fails to win the backing of enough MPs to hold a snap election next month, falling short of the two-thirds majority required by lawLive updates: https://t.co/UcpUupmXtg pic.twitter.com/iGcgvXkkgn— BBC Politics (@BBCPolitics) September 4, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Sjá meira