Felldu frumvarp Johnson um að boða til kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2019 20:40 Boris Johnson lagði fram frumvarp um að flýta kosningum eftir að þingið samþykkti að binda hendur hans varðandi útgöngu án samnings. Þingið felldi það. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, beið annan ósigur í kvöld þegar breska þingið hafnaði frumvarpi hans um að boða til kosninga í október. Áður hafði þingið samþykkt frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Tveir þriðju hlutar þingheims þurftu að samþykkja frumvarp Johnson til þess að það öðlaðist gildi. Þingmenn Verkamannaflokksins sátu hjá. Á endanum greiddu 298 þingmenn atkvæði með því að flýta kosningum um tvö ár en 56 gegn því. Vantaði 136 upp á að frumvarpið yrði samþykkt. Johnson beindi reiði sinni að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, eftir að niðurstaðan varð ljós. Corbyn hafi orðið fyrsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar til þess að hafna boði um kosningar. „Ég get aðeins leitt líkum að því hvers vegna hann hikar. Augljósa ályktunin er að hann telur sig ekki geta unnið,“ sagði Johnson. Breska ríkisútvarpið BBC segir að örlög frumvarpsins sem neðri deildin samþykkti í kvöld um að fresta útgöngunni séu óljós. Það gengur nú til lávarðadeildarinnar þar sem fulltrúar Íhaldsflokksins gætu stöðvað það með málþófi. Þingfundum verður frestað í næstu viku samkvæmt ákvörðun Johnson.Boris Johnson fails to win the backing of enough MPs to hold a snap election next month, falling short of the two-thirds majority required by lawLive updates: https://t.co/UcpUupmXtg pic.twitter.com/iGcgvXkkgn— BBC Politics (@BBCPolitics) September 4, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, beið annan ósigur í kvöld þegar breska þingið hafnaði frumvarpi hans um að boða til kosninga í október. Áður hafði þingið samþykkt frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Tveir þriðju hlutar þingheims þurftu að samþykkja frumvarp Johnson til þess að það öðlaðist gildi. Þingmenn Verkamannaflokksins sátu hjá. Á endanum greiddu 298 þingmenn atkvæði með því að flýta kosningum um tvö ár en 56 gegn því. Vantaði 136 upp á að frumvarpið yrði samþykkt. Johnson beindi reiði sinni að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, eftir að niðurstaðan varð ljós. Corbyn hafi orðið fyrsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar til þess að hafna boði um kosningar. „Ég get aðeins leitt líkum að því hvers vegna hann hikar. Augljósa ályktunin er að hann telur sig ekki geta unnið,“ sagði Johnson. Breska ríkisútvarpið BBC segir að örlög frumvarpsins sem neðri deildin samþykkti í kvöld um að fresta útgöngunni séu óljós. Það gengur nú til lávarðadeildarinnar þar sem fulltrúar Íhaldsflokksins gætu stöðvað það með málþófi. Þingfundum verður frestað í næstu viku samkvæmt ákvörðun Johnson.Boris Johnson fails to win the backing of enough MPs to hold a snap election next month, falling short of the two-thirds majority required by lawLive updates: https://t.co/UcpUupmXtg pic.twitter.com/iGcgvXkkgn— BBC Politics (@BBCPolitics) September 4, 2019 Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira