Íslenski boltinn

Sigurmark á 92. mínútu skaut Leikni nær toppliðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leiknismenn halda áfram að safna stigum.
Leiknismenn halda áfram að safna stigum. vísir/vilhelm
Leiknir er í 3. sæti Inkasso-deildarinnar, stigi á eftir Gróttu sem er í öðru sætinu, eftir dramatískan 1-0 sigur á Keflavík í Breiðholtinu í kvöld.

Leikurinn var liður í 20. umferð deildarinnar sem hófst í dag og klárast svo um helgina en mark kvöldsins lét bíða eftir sér.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 92. mínútu er framherjinn Sólon Breki Leifsson skoraði og tryggði Leikni mikilvægan sigur í toppbaráttunni.

Sigurinn heldur, eins og áður segir, Leiknismönnum í þriðja sætinu en þeir eru stigi á eftir Gróttu sem er í öðru sætinu.

Leiknismenn hafa safnað 36 stigum í sumar og töpuðu síðast 11. júlí.

Seltirningar eiga þó leik til góða gegn Aftureldingu um helgina en Fjölnir er á toppnum með 38 stig.

Þetta er fyrsta tap Keflavíkur í síðustu fjórum leikjum en liðið er í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×