Borgarstjóra brugðið yfir byssumynd DV Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2019 21:00 Dagur segist ýmsu vanur frá DV en ekki muna eftir annarri slíkri myndbirtingu. Vísir Dagblaðið DV birti samsetta mynd af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, þar sem byssumaður miðar skotvopni að höfði hans á vefsíðu sinni í kvöld. Myndin hefur síðan verið fjarlægð. Borgarstjóri segist ýmsu vanur af hálfu DV í borgarstjórnarmálum en að honum hafi verið brugðið þegar hann sá myndina. Myndin fylgdi upphaflega frétt DV um umræður í Facebook-hópnum „Stjórnmálaspjallinu“ um að Dagur hefði komið á hjóli í Höfða á fund með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Í fréttinni eru birt nokkur ummæli án þess að þeir sem höfðu þau uppi sé nafngreindir, þar á meðal ein þar sem sagði: „Hvar er riffillinn núna?“ Máni Snær Þorláksson, blaðamaður DV sem er skrifaður fyrir fréttinni á vef DV, staðfesti við Vísi að myndin af borgarstjóra með skuggamynd af manni miða riffli að höfðinu á honum hafi verið sett saman af DV en ekki fengin úr Facebook-hópnum. Spurður að því hvort DV hefði talið myndavalið við hæfi sagðist Máni Snær skilja hvernig myndin gæti misskilist, hún hafi verið unnin í fljótfærni og hann sæi að myndin væri ekki við hæfi. Hún yrði fjarlægð. Skipt hafði verið um mynd með fréttinni á níunda tímanum í kvöld en þá hafði upphaflega myndin lifað á vefsíðu DV í rúmar tvær klukkustundir.Hér má sjá skjáskot af samsettu myndinni sem DV birti á vef sínum í kvöld. Hún hefur síðan verið fjarlægð.SkjáskotÁbyrgðarhluti í ljósi nýlegra hótana gegn ráðherra Borgarstjóri hafði ekki séð mynd DV þegar Vísir óskaði eftir viðbrögðum hans í kvöld. Hann sagðist telja það afar sérstakt og alvarlegt dómgreindarleysi að sækja skítkast djúpt inn á internetið og lyfta því upp með slíkum „myndgjörningi“. „Mér var mjög brugðið að sjá þetta, satt best að segja, þó að maður sé ýmsu vanur, sérstaklega undanfarið, frá DV þegar kemur að borgarmálunum, þá man ég ekki eftir neinu svona,“ segir Dagur við Vísi. Spurður að því hvort að hann telji hættulegt af fjölmiðli að birta mynd sem gæti skilist sem hvatning til ofbeldis rifjar Dagur upp að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hafi fengið líflátshótun vegna þriðja orkupakkans nýlega. „Þess vegna er það ábyrgðarhluti að lyfta einhverju sem gæti skilist þannig eins og það sé sjálfsagt eða venjulegur hlutur,“ segir borgarstjóri. Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Dagblaðið DV birti samsetta mynd af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, þar sem byssumaður miðar skotvopni að höfði hans á vefsíðu sinni í kvöld. Myndin hefur síðan verið fjarlægð. Borgarstjóri segist ýmsu vanur af hálfu DV í borgarstjórnarmálum en að honum hafi verið brugðið þegar hann sá myndina. Myndin fylgdi upphaflega frétt DV um umræður í Facebook-hópnum „Stjórnmálaspjallinu“ um að Dagur hefði komið á hjóli í Höfða á fund með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í gær. Í fréttinni eru birt nokkur ummæli án þess að þeir sem höfðu þau uppi sé nafngreindir, þar á meðal ein þar sem sagði: „Hvar er riffillinn núna?“ Máni Snær Þorláksson, blaðamaður DV sem er skrifaður fyrir fréttinni á vef DV, staðfesti við Vísi að myndin af borgarstjóra með skuggamynd af manni miða riffli að höfðinu á honum hafi verið sett saman af DV en ekki fengin úr Facebook-hópnum. Spurður að því hvort DV hefði talið myndavalið við hæfi sagðist Máni Snær skilja hvernig myndin gæti misskilist, hún hafi verið unnin í fljótfærni og hann sæi að myndin væri ekki við hæfi. Hún yrði fjarlægð. Skipt hafði verið um mynd með fréttinni á níunda tímanum í kvöld en þá hafði upphaflega myndin lifað á vefsíðu DV í rúmar tvær klukkustundir.Hér má sjá skjáskot af samsettu myndinni sem DV birti á vef sínum í kvöld. Hún hefur síðan verið fjarlægð.SkjáskotÁbyrgðarhluti í ljósi nýlegra hótana gegn ráðherra Borgarstjóri hafði ekki séð mynd DV þegar Vísir óskaði eftir viðbrögðum hans í kvöld. Hann sagðist telja það afar sérstakt og alvarlegt dómgreindarleysi að sækja skítkast djúpt inn á internetið og lyfta því upp með slíkum „myndgjörningi“. „Mér var mjög brugðið að sjá þetta, satt best að segja, þó að maður sé ýmsu vanur, sérstaklega undanfarið, frá DV þegar kemur að borgarmálunum, þá man ég ekki eftir neinu svona,“ segir Dagur við Vísi. Spurður að því hvort að hann telji hættulegt af fjölmiðli að birta mynd sem gæti skilist sem hvatning til ofbeldis rifjar Dagur upp að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hafi fengið líflátshótun vegna þriðja orkupakkans nýlega. „Þess vegna er það ábyrgðarhluti að lyfta einhverju sem gæti skilist þannig eins og það sé sjálfsagt eða venjulegur hlutur,“ segir borgarstjóri.
Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Guðlaugi Þór hótað lífláti vegna þriðja orkupakkans Málið komið í farveg hjá Ríkislögreglustjóra. 30. ágúst 2019 13:15