Caster Semenya snýr sér að knattspyrnu Arnar Geir Halldórsson skrifar 6. september 2019 12:00 Verðandi knattspyrnustjarna? vísir/getty Suður afríska hlaupakonan Caster Semenya hefur vent kvæði sínu í kross og er gengin til liðs við knattspyrnuliðið JVW í heimalandi sínu. Semenya er tvöfaldur Ólympíumeistari og þrefaldur heimsmeistari í 800 metra hlaupi. Styr hefur staðið um framtíð hinnar 28 ára gömlu Semenya í frjálsum íþróttum í kjölfar testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Hún mun ekki taka þátt á HM í frjálsum íþróttum í Doha í Katar síðar á þessu ári en Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya og forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa mótmælt reglugerðinni harðlega og hefur Semenya látið hafa eftir sér að það komi ekki til greina að taka inn þessi lyf.CASTER SEMENYA JOINS JVW | Olympic Champion Caster Semenya has reportedly joined and registered by JVW FC owned by Banyana captain Janine van Wyk and will be playing in the Gauteng #SasolLeague. The 28-year-old started training with the team on Tuesday. #LimSportsZonepic.twitter.com/ZbJzS4pUtK — LimSportsZone (@LimSportsZone) September 4, 2019Ferill í annarri íþrótt í kortunum? Yup... Its happening people!!https://t.co/8k5ZZQZfu9 — Janine Van Wyk (@Janinevanwyk5) September 5, 2019Semenya hefur þegar hafið æfingar með knattspyrnuliði JVW sem leikur í efstu deildinni þar í landi en hún mun ekki hefja að leika með liðinu fyrr en á næsta ári þar sem lokað er fyrir félagaskipti í deildinni til áramóta. Liðið var stofnað árið 2013 af Janine van Wyk, fyrirliða Suður-Afríku, sem jafnframt er leikjahæsta landsliðskona þjóðarinnar frá upphafi með 170 landsleiki. Van Wyk er 32 ára gömul og spilar í dag með Fortuna Hjörring í dönsku úrvalsdeildinni. „Það er mikil upphefð fyrir félagið að fá jafn stórkostlega íþróttakonu og hana til liðs við sig. Ég er í skýjunum með að hún hafi valið okkar félag til þess að hefja sinn knattspyrnuferil,“ segir van Wyk. „Ég mætti á fyrstu æfinguna hennar og hreifst af því sem hún sýndi þar. Hún hefur góðan grunn til að verða góð knattspyrnukona. Ég mun vinna með þjálfaranum okkar við það að hjálpa henni að komast af stað og ég er viss um að hún verður tilbúin til að spila með okkur 2020,“ segir van Wyk jafnframt. Spennandi verður að fylgjast með hvort þessi sögufræga frjálsíþróttakona nái að búa til nýjan íþróttaferil í knattspyrnu en ekki er langt síðan önnur frjálsíþróttastjarna reyndi slíkt hið sama með fremur misheppnuðum árangri þar sem hinn jamaíski Usain Bolt náði ekki langt í fótboltanum. Semenya æfði hins vegar knattspyrnu á sínum yngri árum og ætti því að hafa einhvern grunn í íþróttinni „Ég er þakklát fyrir þetta tækifæri og þykir vænt um ástina og stuðninginn sem ég fæ frá liðinu. Ég hlakka til þessa ævintýris og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa,“ segir Semenya. pic.twitter.com/JCYa7urRR3— Caster Semenya (@caster800m) September 2, 2019 Fótbolti Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. 4. maí 2019 12:00 Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann. 12. júní 2019 11:30 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Suður afríska hlaupakonan Caster Semenya hefur vent kvæði sínu í kross og er gengin til liðs við knattspyrnuliðið JVW í heimalandi sínu. Semenya er tvöfaldur Ólympíumeistari og þrefaldur heimsmeistari í 800 metra hlaupi. Styr hefur staðið um framtíð hinnar 28 ára gömlu Semenya í frjálsum íþróttum í kjölfar testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Hún mun ekki taka þátt á HM í frjálsum íþróttum í Doha í Katar síðar á þessu ári en Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya og forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa mótmælt reglugerðinni harðlega og hefur Semenya látið hafa eftir sér að það komi ekki til greina að taka inn þessi lyf.CASTER SEMENYA JOINS JVW | Olympic Champion Caster Semenya has reportedly joined and registered by JVW FC owned by Banyana captain Janine van Wyk and will be playing in the Gauteng #SasolLeague. The 28-year-old started training with the team on Tuesday. #LimSportsZonepic.twitter.com/ZbJzS4pUtK — LimSportsZone (@LimSportsZone) September 4, 2019Ferill í annarri íþrótt í kortunum? Yup... Its happening people!!https://t.co/8k5ZZQZfu9 — Janine Van Wyk (@Janinevanwyk5) September 5, 2019Semenya hefur þegar hafið æfingar með knattspyrnuliði JVW sem leikur í efstu deildinni þar í landi en hún mun ekki hefja að leika með liðinu fyrr en á næsta ári þar sem lokað er fyrir félagaskipti í deildinni til áramóta. Liðið var stofnað árið 2013 af Janine van Wyk, fyrirliða Suður-Afríku, sem jafnframt er leikjahæsta landsliðskona þjóðarinnar frá upphafi með 170 landsleiki. Van Wyk er 32 ára gömul og spilar í dag með Fortuna Hjörring í dönsku úrvalsdeildinni. „Það er mikil upphefð fyrir félagið að fá jafn stórkostlega íþróttakonu og hana til liðs við sig. Ég er í skýjunum með að hún hafi valið okkar félag til þess að hefja sinn knattspyrnuferil,“ segir van Wyk. „Ég mætti á fyrstu æfinguna hennar og hreifst af því sem hún sýndi þar. Hún hefur góðan grunn til að verða góð knattspyrnukona. Ég mun vinna með þjálfaranum okkar við það að hjálpa henni að komast af stað og ég er viss um að hún verður tilbúin til að spila með okkur 2020,“ segir van Wyk jafnframt. Spennandi verður að fylgjast með hvort þessi sögufræga frjálsíþróttakona nái að búa til nýjan íþróttaferil í knattspyrnu en ekki er langt síðan önnur frjálsíþróttastjarna reyndi slíkt hið sama með fremur misheppnuðum árangri þar sem hinn jamaíski Usain Bolt náði ekki langt í fótboltanum. Semenya æfði hins vegar knattspyrnu á sínum yngri árum og ætti því að hafa einhvern grunn í íþróttinni „Ég er þakklát fyrir þetta tækifæri og þykir vænt um ástina og stuðninginn sem ég fæ frá liðinu. Ég hlakka til þessa ævintýris og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa,“ segir Semenya. pic.twitter.com/JCYa7urRR3— Caster Semenya (@caster800m) September 2, 2019
Fótbolti Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. 4. maí 2019 12:00 Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann. 12. júní 2019 11:30 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. 4. maí 2019 12:00
Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann. 12. júní 2019 11:30
Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00