Sport

Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Caster Semenya.
Caster Semenya. vísir/getty

Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann.

Mótið fór fram í París og Suður-Afríkukonan Semenya var heilum 38 sekúndum á undan næsta keppanda sem kom frá Eþíópíu.

Margir eru á því að Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, sé að leggja hana í einelti enda setti sambandið á reglur um daginn sem virðist eingöngu beint gegn henni.

Hún svaraði með því að taka þátt í lengri hlaupum og áfrýja reglugerðarbreytingu IAAF til íþróttadómstólsins í Sviss, CAS.

„Ég er hæfileikaríkur íþróttamaður. Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er. 100 metra, 200 metra hlaup, langstökk, sjöþraut. Nefnið það bara. Ég get gert það,“ sagði Semenya eftir hlaupið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.