Sport

Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Caster Semenya.
Caster Semenya. vísir/getty
Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann.

Mótið fór fram í París og Suður-Afríkukonan Semenya var heilum 38 sekúndum á undan næsta keppanda sem kom frá Eþíópíu.

Margir eru á því að Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, sé að leggja hana í einelti enda setti sambandið á reglur um daginn sem virðist eingöngu beint gegn henni.

Hún svaraði með því að taka þátt í lengri hlaupum og áfrýja reglugerðarbreytingu IAAF til íþróttadómstólsins í Sviss, CAS.

„Ég er hæfileikaríkur íþróttamaður. Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er. 100 metra, 200 metra hlaup, langstökk, sjöþraut. Nefnið það bara. Ég get gert það,“ sagði Semenya eftir hlaupið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×