Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 08:00 Caster Semenya. AP/Mark Schiefelbein Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Hin 28 ára gamla Caster Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Hún segir að Alþjóðafrjálsíþróttsambandið hafi alltaf lagt ofurkapp á að taka hana fyrir. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku áfrýjaði málinu til CAS (Court of Arbitration for Sport) og í gær var niðurstaða hans gerð opinber.Athletics South Africa (ASA) says it is "reeling in shock" after Olympic 800m champion Caster Semenya lost a landmark case against athletics' governing body. More details ➡ https://t.co/vYNTY4yF5Mpic.twitter.com/ScjVLKqwZI — BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2019Úrskurðurinn þýðir að íþróttafólk með hátt testosterónmagn eins og Caster Semenya þurfa nú að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði sínu niðri, eða keppa í öðrum greinum. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að úrskurður þessi jafngildi mismunun. „Við teljum að þessi ákvörðun CAS sé skammarleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er gengið svo langt að segja að með dómnum hafi CAS opnað sárin frá aðskilnaðarstefnu kynþátta í Suður-Afríku en allt til ársins 1991 þá réðu hvítir yfir svörtum í landinu. Aðskilnaðarstefnan var fordæmd um allan heim en var samt við lýði til ársins 1991. „Við erum í miklu áfalli yfir því að háttvirð stofnun eins og CAS geti stutt svona mismunun án þess að depla auga. CAS lætur ekki aðeins mismununina viðgangast heldur réttlætir hana. Þetta grefur undan heilundum stofnunarinnar. Við erum afar vonsvikin og innilega hneyksluð,“ segir í yfirlýsingunni. Það að Caster Semenya megi taka þátt í spretthlaupum eða langhlaupum með sitt háa testosterónmagn en ekki millivegahlaupunum styður vissulega þau orð hennar að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hafi tekið hana sérstaklega fyrir með þessari reglu. Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Sjá meira
Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Hin 28 ára gamla Caster Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Hún segir að Alþjóðafrjálsíþróttsambandið hafi alltaf lagt ofurkapp á að taka hana fyrir. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku áfrýjaði málinu til CAS (Court of Arbitration for Sport) og í gær var niðurstaða hans gerð opinber.Athletics South Africa (ASA) says it is "reeling in shock" after Olympic 800m champion Caster Semenya lost a landmark case against athletics' governing body. More details ➡ https://t.co/vYNTY4yF5Mpic.twitter.com/ScjVLKqwZI — BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2019Úrskurðurinn þýðir að íþróttafólk með hátt testosterónmagn eins og Caster Semenya þurfa nú að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði sínu niðri, eða keppa í öðrum greinum. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að úrskurður þessi jafngildi mismunun. „Við teljum að þessi ákvörðun CAS sé skammarleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er gengið svo langt að segja að með dómnum hafi CAS opnað sárin frá aðskilnaðarstefnu kynþátta í Suður-Afríku en allt til ársins 1991 þá réðu hvítir yfir svörtum í landinu. Aðskilnaðarstefnan var fordæmd um allan heim en var samt við lýði til ársins 1991. „Við erum í miklu áfalli yfir því að háttvirð stofnun eins og CAS geti stutt svona mismunun án þess að depla auga. CAS lætur ekki aðeins mismununina viðgangast heldur réttlætir hana. Þetta grefur undan heilundum stofnunarinnar. Við erum afar vonsvikin og innilega hneyksluð,“ segir í yfirlýsingunni. Það að Caster Semenya megi taka þátt í spretthlaupum eða langhlaupum með sitt háa testosterónmagn en ekki millivegahlaupunum styður vissulega þau orð hennar að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hafi tekið hana sérstaklega fyrir með þessari reglu.
Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Sjá meira