Sport

Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Semenya er Ólympíu- og heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna
Semenya er Ólympíu- og heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna vísir/getty
Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF.Íþróttadómstóllinn Cas (e. Court of Arbitration for Sport) opinberaði niðurstöðu sína í máli Semenya gegn IAAF í dag, en málsmeðferð hefur staðið yfir síðustu mánuði.IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri.Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“Þar sem reglan fær að standa þarf Semenya að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði hennar niðri, eða hlaupa í öðrum vegalengdum. Þá mætti hún enn hlaupa í keppnum sem ekki eru á vegum IAAF.Niðurstaða Cas í málinu sagði að reglan fæli vissulega í sér mismunun gegn íþróttakonum með náttúrulega mikið testosterónmagn, en sú mismunun væri „nauðsynleg, sanngjörn og í hófi“ og „verndaði heiðarleika kvennaíþrótta.“Hins vegar sagðist Cas hafa áhyggjur af ýmsu varðandi framkvæmd reglunnar og biðlaði til IAAF að fresta því að setja hana á fyrir 1500 metra hlaup þar til frekari rannsóknir hafa verið gerðar.

 


Tengdar fréttir

Semenya er tvíkynja

Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn.

Mikið testosteron í líkama Semenya

Þau tíðindi láku út í dag að magn testosteróns í líkama hlaupakonunnar Caster Semenya væri þrisvar sinnum meira en eðlilegt er í líkama kvenmanns.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.