Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2019 11:23 Semenya er Ólympíu- og heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna vísir/getty Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Íþróttadómstóllinn Cas (e. Court of Arbitration for Sport) opinberaði niðurstöðu sína í máli Semenya gegn IAAF í dag, en málsmeðferð hefur staðið yfir síðustu mánuði. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Þar sem reglan fær að standa þarf Semenya að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði hennar niðri, eða hlaupa í öðrum vegalengdum. Þá mætti hún enn hlaupa í keppnum sem ekki eru á vegum IAAF. Niðurstaða Cas í málinu sagði að reglan fæli vissulega í sér mismunun gegn íþróttakonum með náttúrulega mikið testosterónmagn, en sú mismunun væri „nauðsynleg, sanngjörn og í hófi“ og „verndaði heiðarleika kvennaíþrótta.“ Hins vegar sagðist Cas hafa áhyggjur af ýmsu varðandi framkvæmd reglunnar og biðlaði til IAAF að fresta því að setja hana á fyrir 1500 metra hlaup þar til frekari rannsóknir hafa verið gerðar.pic.twitter.com/FHmm10npfx — Caster Semenya (@caster800m) May 1, 2019 Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf 26. apríl 2018 15:30 „Ekki nokkur vafi á því að Semenya er kona“ Alþjóða frjálsíþróttasambandið er sagt ætla að halda því fram að samkvæmt líffræðinni sé Caster Semenya karl en ekki kona. 15. febrúar 2019 10:00 Semenya er tvíkynja Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn. 10. september 2009 21:58 Mikið testosteron í líkama Semenya Þau tíðindi láku út í dag að magn testosteróns í líkama hlaupakonunnar Caster Semenya væri þrisvar sinnum meira en eðlilegt er í líkama kvenmanns. 25. ágúst 2009 14:24 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Íþróttadómstóllinn Cas (e. Court of Arbitration for Sport) opinberaði niðurstöðu sína í máli Semenya gegn IAAF í dag, en málsmeðferð hefur staðið yfir síðustu mánuði. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Þar sem reglan fær að standa þarf Semenya að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði hennar niðri, eða hlaupa í öðrum vegalengdum. Þá mætti hún enn hlaupa í keppnum sem ekki eru á vegum IAAF. Niðurstaða Cas í málinu sagði að reglan fæli vissulega í sér mismunun gegn íþróttakonum með náttúrulega mikið testosterónmagn, en sú mismunun væri „nauðsynleg, sanngjörn og í hófi“ og „verndaði heiðarleika kvennaíþrótta.“ Hins vegar sagðist Cas hafa áhyggjur af ýmsu varðandi framkvæmd reglunnar og biðlaði til IAAF að fresta því að setja hana á fyrir 1500 metra hlaup þar til frekari rannsóknir hafa verið gerðar.pic.twitter.com/FHmm10npfx — Caster Semenya (@caster800m) May 1, 2019
Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf 26. apríl 2018 15:30 „Ekki nokkur vafi á því að Semenya er kona“ Alþjóða frjálsíþróttasambandið er sagt ætla að halda því fram að samkvæmt líffræðinni sé Caster Semenya karl en ekki kona. 15. febrúar 2019 10:00 Semenya er tvíkynja Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn. 10. september 2009 21:58 Mikið testosteron í líkama Semenya Þau tíðindi láku út í dag að magn testosteróns í líkama hlaupakonunnar Caster Semenya væri þrisvar sinnum meira en eðlilegt er í líkama kvenmanns. 25. ágúst 2009 14:24 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf 26. apríl 2018 15:30
„Ekki nokkur vafi á því að Semenya er kona“ Alþjóða frjálsíþróttasambandið er sagt ætla að halda því fram að samkvæmt líffræðinni sé Caster Semenya karl en ekki kona. 15. febrúar 2019 10:00
Semenya er tvíkynja Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn. 10. september 2009 21:58
Mikið testosteron í líkama Semenya Þau tíðindi láku út í dag að magn testosteróns í líkama hlaupakonunnar Caster Semenya væri þrisvar sinnum meira en eðlilegt er í líkama kvenmanns. 25. ágúst 2009 14:24