Erlent

Óttast að endanleg tala látinna verði sláandi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Íbúar Bahamaeyja eru harmi slegnir.
Íbúar Bahamaeyja eru harmi slegnir. AP/Ramon Espinosa
Að minnsta kosti þrjátíu andlát hafa nú verið staðfest á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið þar yfir. Búist er við því að tala látinna haldi áfram að hækka.

Duane Sands, heilbrigðismálaráðherra eyjanna, varaði við því í dag að endanleg tala gæti orðið sláandi. Hundraða, jafnvel þúsunda, er enn saknað. Þá er talið að um helmingur heimila á þeim eyjum sem urðu verst úti sé verulega skemmdur eða gjörónýtur.

Dorian telst nú fyrsta stigs fellibylur og er mun veikari en þegar hann gekk á land á Bahamaeyjum. Stormurinn hélt áfram að valda hættulegum sjávarflóðum í Norður- og Suður-Karólínu í Bandaríkjunum í dag. Rafmagnslaust hefur verið víða og heimili eyðilagst.


Tengdar fréttir

Dorian hrellir Bandaríkjamenn

Stormurinn olli verulegu tjóni og heimti tuttugu líf á Bahamaeyjum. Sjávarflóð og úrkoma í Bandaríkjunum í dag.

Búa sig undir storminn

Fellibylurinn Dorian hélt áfram að valda tjóni á Bahamaeyjum í morgun þó styrkur hans hafi minnkað til muna.

Dorian mættur að ströndum Bandaríkjanna

Búist er við hættulegum flóðum en fellibylurinn safnaði krafti á ferðinni til Bandaríkjanna og er nú aftur orðinn þriggja stigs fellibylur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×