Erlent

Óttast að endanleg tala látinna verði sláandi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Íbúar Bahamaeyja eru harmi slegnir.
Íbúar Bahamaeyja eru harmi slegnir. AP/Ramon Espinosa

Að minnsta kosti þrjátíu andlát hafa nú verið staðfest á Bahamaeyjum eftir að fellibylurinn Dorian reið þar yfir. Búist er við því að tala látinna haldi áfram að hækka.

Duane Sands, heilbrigðismálaráðherra eyjanna, varaði við því í dag að endanleg tala gæti orðið sláandi. Hundraða, jafnvel þúsunda, er enn saknað. Þá er talið að um helmingur heimila á þeim eyjum sem urðu verst úti sé verulega skemmdur eða gjörónýtur.

Dorian telst nú fyrsta stigs fellibylur og er mun veikari en þegar hann gekk á land á Bahamaeyjum. Stormurinn hélt áfram að valda hættulegum sjávarflóðum í Norður- og Suður-Karólínu í Bandaríkjunum í dag. Rafmagnslaust hefur verið víða og heimili eyðilagst.


Tengdar fréttir

Dorian hrellir Bandaríkjamenn

Stormurinn olli verulegu tjóni og heimti tuttugu líf á Bahamaeyjum. Sjávarflóð og úrkoma í Bandaríkjunum í dag.

Búa sig undir storminn

Fellibylurinn Dorian hélt áfram að valda tjóni á Bahamaeyjum í morgun þó styrkur hans hafi minnkað til muna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.