Erlent

Búa sig undir storminn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bahamaeyjar eru á floti, íbúar sitja víða fastir vegna flóða, fjöldi er særður og í það minnsta fimm eru látin vegna þriðja stigs fellibylsins Dorian sem hékk enn yfir eyjunum í morgun.

„Við upplifum nú sögulegan harmleik víða á Norður-Bahamaeyjum. Við einbeitum okkur nú að leit, björgun og endurheimt,“ sagði Hubert Minnis, forsætisráðherra eyjanna, í morgun.

Samkvæmt bandarísku fellibyljamiðstöðinni NHC er búist við því að Dorian gangi ekki á land í Flórída, eins og áður hafði verið óttast um. Stormurinn á hins vegar að þokast meðfram strandlengjunni í kvöld og vera kominn upp að Georgíu undir morgun. Þaðan heldur Dorian áfram til Suður- og Norður-Karólínu þar sem íbúar hafa verið í óða önn að undirbúa sig.

„Við ítrekum enn og aftur að fellibylurinn Dorian ógnar öryggi ríkis okkar. Við hvetjum alla íbúa til að halda vöku sinni,“ sagði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu.


Tengdar fréttir

Fordæmalaust hamfaraveður

Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×