Innlent

Ófyrirséður aukakostnaður fylgdi heimsókn Pence

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn við Höfða í tengslum við heimsókn Mike Pence á þriðjudag.
Lögreglumenn við Höfða í tengslum við heimsókn Mike Pence á þriðjudag. Vísir/Vilhelm

Kostnaður við heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands á þriðjudag var þó nokkið fram yfir viðmið fyrri heimsókna erlendra ráðamanna. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytinsins fylgdi töluverður ófyrirséður kostnaður breytingum sem urðu á dagskrá heimsóknarinnar og öryggiskröfum.

Mikil viðbúnaður var vegna heimsóknar Pence til Reykjavíkur og Keflavíkur á þriðjudag og gætti á annað hundruð lögreglumanna öryggis hans auk persónulegrar öryggissveitar varaforsetans. Þá var götum lokað í Reykjavík í nágrenni Höfða þar sem Pence fundaði með íslenskum ráðamönnum.

Endanlegur kostnaður vegna heimsóknarinnar liggur ekki fyrir. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir utanríkisráðuneytið að opinberar heimsóknir erlendra ráðamanna hafi í för með sér fasta kostnaðarliði.

„En umfang þessarar heimsóknar var þó nokkuð umfram þau viðmið. Auk þess fylgdi töluverður ófyrirséður kostnaður þeim breytingum sem urðu á dagskrá heimsóknarinnar og öryggiskröfum allt fram að komu varaforsetans,“ segir í svarinu.

Írsk yfirvöld áætla að heimsókn Pence þangað áður en hann kom til Íslands hafi kostað þau um sjö hundruð milljón krónur.


Tengdar fréttir

Enginn sér­stakur við­búnaður á Land­spítalanum vegna komu Pence

Enginn sérstakur viðbúnaður var á Landspítalanum vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í gær. Hins vegar tók spítalinn þátt í undirbúningi heimsóknarinnar að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.