Kostnaður Íslands vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna liggur ekki fyrir. Þetta sagði í skriflegu svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu í dag.
Það er hins vegar augljóst að umfangið er umtalsvert. Mannfjöldastjórnunarflokkar úr öðrum lögregluumdæmum hafa verið kallaðir til, götum verið lokað og sérsveitin annast lífvarðagæslu og öryggisviðbúnað.
En áður en Pence kom til Íslands var hann staddur á Írlandi. Írska lögreglan hefur gefið upplýsingar um kostnað þeirrar heimsóknar, sem var þó lengri en heimsókn Pence til Íslands.
Samkvæmt þeim áætlunum sem írska lögreglan birti átti heimsókn Pence að kosta alls um fimm milljónir evra, andvirði tæpra sjö hundruð milljóna króna. Sá kostnaður fólst meðal annars í yfirvinnukaupi lögregluþjóna.
Pence hefur svo verið gagnrýndur heima fyrir bruðl eftir að hann gerði nokkuð stóran krók á leið sinni til fundar í Dyflinni til þess að heimsækja heimili forfeðra sinna og gista á hóteli í eigu Trumps forseta í Doonbeg.
Kostnaður við heimsókn Pence liggur ekki fyrir
Tengdar fréttir

Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn
Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs.