Enski boltinn

UEFA segir stóru deildirnar fimm taka of mikið fjármagn frá hinum deildum Evrópu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslendingar hafa, líkt og aðrir Norðurlandabúar, mikinn áhuga á ensku úrvalsdeildinni
Íslendingar hafa, líkt og aðrir Norðurlandabúar, mikinn áhuga á ensku úrvalsdeildinni vísir/getty

UEFA heldur því fram að stóru deildirnar í Evrópu, með ensku úrvalsdeildina í fararbroddi, séu að fara með stöðugleika í smærri deildum Evrópu með því að taka meira og meira fjármagn úr fótboltanum.

Breska blaðið The Times birti frétt upp úr skýrslunni, en skýrslan hefur ekki enn verið gerð opinber.

Í henni segir að deildirnar á Englandi, Spáni, Ítalíu, Þýskalandi og Frakklandi séu ítrekað að taka meira og meira af tekjum Evrópuboltans með sjónvarpsréttum á meðan fjármagn til hinna 50 aðildarfélöga UEFA hefur minnkað, þá helst vegna þess að minna af félagsskiptatekjum rennur til þeirra.

UEFA vill nota skýrsluna sem mótrök gegn stóru deildunum fimm þegar þær mótmæla stækkun Meistaradeildar Evrópu.

Þá gæti skýrslan einnig verið notuð sem grunnur að breytingum á því hvernig tekjum af sjónvarpsrétti verði dreift.

Eitt dæmi í skýrslunni er að í Danmörku, Noregi og Svíþjóð sé sjónvarpsrétturinn á ensku úrvalsdeildinni hærri heldur en rétturinn á deildunum heima fyrir.

Þessi þrjú lönd borguðu á síðasta tímabili 130 miljónir evra fyrir sýningarrétt ensku úrvalsdeidlarinnar, 122 milljónir fyrir deildirnar heima fyrir og 83 milljónir fyrir Meistaradeildina og Evrópudeildina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.