Íslenski boltinn

Nauðsynlegur sigur Magna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sveinn Þór (fyrir miðju) tók við Magna í byrjun þessa mánaðar. Hann var áður aðstoðarþjálfari KA.
Sveinn Þór (fyrir miðju) tók við Magna í byrjun þessa mánaðar. Hann var áður aðstoðarþjálfari KA. mynd/Magni
Magni frá Grenivík hélt von sinni um að halda sæti sínu í Inkassodeildinni á lífi með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í Ólafsvík.Louis Aaron Wardle kom gestunum frá Grenivík yfir á 39. mínútu og leiddu þeir 1-0 í hálfleik.Um miðjan seinni hálfeik jafnaði Harley Willard metin fyrir Víking úr vítaspyrnu en það var Kristinn Þór Rósbergsson sem tryggði Magna sigurinn á 81. mínútu leiksins.Magni er enn í fallsæti þrátt fyrir sigur sinn. Þeir jöfnuðu þó Aftureldingu og Hauka að stigum en eru með mun verri markatölu. Víkingur Ólafsvík hefur að litlu að keppa um miðja deild.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.