Íslenski boltinn

Grótta tapaði ekki leik í 88 daga en fékk svo skell: Rosaleg spenna í Inkasso-deildinni er tvær umferðir eru eftir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Afturelding skellti Gróttu í gærkvöldi.
Afturelding skellti Gróttu í gærkvöldi. vísir/ernir

Afturelding burstaði Gróttu í Inkasso-deild karla í gærkvöldi er Mosfellingar unnu 5-0 sigur á Seltjarnarnesi. Þetta var fyrsta tap Gróttu síðan í maí.

Seltirningar eru nýliðar í Inkasso-deildinni eftir að hafa komist upp úr 2. deildinni í fyrra en þeir töpuðu 3-2 gegn Leikni þann 24. maí.

Eftir það tók við 15 leikja hrina þar sem Gróttumenn töpuðu ekki leik áður en hinir nýliðarnir í Aftureldingu mættu á Vivaldi-völlinn í gærkvöldi.

Það liðu því tæplega þrír mánuðir frá því að Gróttumenn töpuðu leik, nákvæmlega 88 dagar.

Fyrr í gær fóru Fjölnismenn norður yfir heiðar og niðurlægðu Þórsara, 7-1, einnig í baráttunni um sæti í Pepsi Max-deild karla. Magnamenn unnu svo mikilvægan 1-0 sigur á Víkingi og settu heldur betur spennu í botnbaráttuna.

Þegar tvær umferðir eru eftir er rosaleg barátta á bæði botni og toppi. Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni og þá leiki sem liðin eiga eftir en tvö efstu liðin fara upp í Pepsi Max-deildina. Tvö neðstu liðin falla niður í 2. deild.

Sæti - stig - markatala - leikir eftir:
1. Fjölnir 41 stig (+28) - Leiknir heima og Keflavík úti
2. Grótta 37 stig (+9) - Njarðvík úti og Haukar heima
3. Leiknir R. 36 stig (+8) - Fjölnir úti og Fram heima
4. Þór (+4) 33 stig - Fram úti og Magni heima
5. Keflavík (+5) 31 stig - Haukar úti og Fjölnir heima
6. Fram (-1) 30 stig - Þór heima og Leiknir úti
7. Víkingur Ólafsvík 28 sig - (+5) - Afturelding úti og Njarðvík heima
8. Afturelding (-6) 22 stig - Víkingur úti og Njarðví heima
9. Þróttur (-2) 21 stig - Magni úti og Afturelding heima
10. Haukar (-8) 19 stig - Keflavík heima og Grótta úti
11. Magni (-24) 19 stig - Þróttur heima og Þór úti
12. Njarðvík (-18) 15 stig - Grótta heima og Víkingur Ólafsvík úti

Leikirnir


    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

    Fleiri fréttir

    Sjá meira


    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.