Enski boltinn

Leikmaður Bolton á sjúkrahúsi margbrotinn eftir bílslys

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bunny í leik með Northampton á síðustu leiktíð.
Bunny í leik með Northampton á síðustu leiktíð. vísir/getty
Joe Bunney, vinstri bakvörður Bolton Wanderers, liggur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í bílslysi. Félagið staðfesti þetta í dag.Bunney gekk í raðir Bolton frá Northampton í byrjun mánaðarins og hefur enn ekki spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið.Englendingurinn er með brotin rifbein og viðbein eftir slysið en hann mun dvelja á sjúkrahúsinu í það minnsta næstu tvo sólarhringa.„Allir hjá Bolton vonast eftir því að Joe nái bata sem fyrst,“ segir í yfirlýsingu frá enska C-deildarfélginu.Bolton hefur verið í fjárhagsörðugleikum og byrjaði með tólf mínusstig. Þeim var bjargað á síðustu stundu þann 28. ágúst er félagið var keypt af Football Ventures.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.