Enski boltinn

Leikmaður Bolton á sjúkrahúsi margbrotinn eftir bílslys

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bunny í leik með Northampton á síðustu leiktíð.
Bunny í leik með Northampton á síðustu leiktíð. vísir/getty

Joe Bunney, vinstri bakvörður Bolton Wanderers, liggur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í bílslysi. Félagið staðfesti þetta í dag.

Bunney gekk í raðir Bolton frá Northampton í byrjun mánaðarins og hefur enn ekki spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Englendingurinn er með brotin rifbein og viðbein eftir slysið en hann mun dvelja á sjúkrahúsinu í það minnsta næstu tvo sólarhringa.

„Allir hjá Bolton vonast eftir því að Joe nái bata sem fyrst,“ segir í yfirlýsingu frá enska C-deildarfélginu.

Bolton hefur verið í fjárhagsörðugleikum og byrjaði með tólf mínusstig. Þeim var bjargað á síðustu stundu þann 28. ágúst er félagið var keypt af Football Ventures.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.