Viðskiptaráðherra sagður hafa hótað brottrekstri vegna andstöðu við Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2019 21:52 Wilbur L. Ross Jr., viðskiptaráðherra, er sagður hafa hótað að reka starfsmenn NOAA vegna andstöðu við Donald Trump. getty/Steven Ferdman Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa hótað að reka starfsmenn bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á föstudag. Þetta á hann að hafa gert eftir að skrifstofa stofnunarinnar í Birmingham sagði yfirlýsingu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að fellibylurinn Dorian myndi skella á Alabama vera falska. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Seinna á föstudag lýsti NOAA því yfir að skrifstofa hennar í Birmingham hefði rangt fyrir sér þegar hún segði að Alabama væri ekki í hættu á að verða fyrir fellibylnum. Yfirlýsingin var gagnrýnd harðlega bæði innan stofnunarinnar og utan sem og af vísindasamfélaginu. Þaðan heyrðust raddir sem sökuðu NOAA um að verða undan pólitískum þrýstingi en ekki sinna vísindalegum skyldum. Meint hótun Wilbur L. Ross Jr., viðskiptaráðherra, er enn ein vending í pólitískum vandræðum Bandaríkjanna sem hófust fyrir rúmri viku síðan þegar Dorian reið yfir Bahamaeyja og Trump skrifaði á Twitter að Alabama yrði verr fyrir barðinu á fellibylnum en haldið var í upphafi. Nokkrum mínútum síðar tísti veðurathugunarstöðin í Birmingham í Alabama að „Alabama yrði EKKI fyrir neinum áhrifum frá Dorian. Við endurtökum, engin áhrif munu finnast frá fellibylnum Dorian í Alabama.“ Trump lét ekki þar við sitja og hélt staðhæfingum um hættuna í Alabama til streitu. Á föstudaginn birti Trump svo mynd af veðurkorti sem virtist hafa verið átt við. Kortið sýndi spá um leið Dorian en svo virtist sem einhver hefði átt við kortið með svörtum tússpenna og bætt við mögulega braut Dorian þannig að hún næði til Alabama.Sjá einnig: Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Þá greip viðskiptaráðherra inn í tveimur dögum síðar samkvæmt þremur einstaklingum innan NOAA sem urðu vitni að atvikinu. Hann á að hafa hringt í Neil Jacobs, stafandi stjórnandi NOAA, og skikkað hann til að „laga“ ágreininginn á milli stofnunarinnar og forseta. Vitnin segja Jacobs hafa neitað að framfylgja fyrirskipuninni en þá hafi honum verið hótað að pólitískt skipað starfsfólk stofnunarinnar yrði rekið ef ekkert yrði gert í málinu. Ólíkt almennum ríkisstarfsmönnum eru þeir sem eru pólitískt skipaðir, skipaðir af sitjandi stjórnvöldum. Yfirleitt eru þeir sem eru pólitískt skipaðir hátt settir, líkt og Jacobs og aðstoðarfólk hans. Annað vitni heldur því þó fram í samtali við New York Times að veðurathugunarstofan í Birmingham hafi einfaldlega haft rangt fyrir sér og að NOAA hafi brugðist við eins og hafi verið viðeigandi. Vitnið ýjaði einnig að því að tístið frá Birmingham veðurathugunarstofunni hafi verið birt til að gera lítið úr og niðurlægja forsetann frekar en til að gæta að öryggi íbúa Alabama. Á mánudag sendi Craig N. McLean, sem er hæst setti vísindamaðurinn innan NOAA, tölvupóst á starfsmenn stofnunarinnar og tilkynnti þeim að verið væri að rannsaka hvort brotið hafi verið á reglum þegar stofnunin ákvað að staðfesta yfirlýsingu Trump frekar en að standa með vísindamönnum sínum. Þá sagði hann í póstinum að ákvörðunin hafi verið „ógn við almannaheilsu og -öryggi.“ Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Sjá meira
Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna er sagður hafa hótað að reka starfsmenn bandarísku haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) á föstudag. Þetta á hann að hafa gert eftir að skrifstofa stofnunarinnar í Birmingham sagði yfirlýsingu Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að fellibylurinn Dorian myndi skella á Alabama vera falska. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Seinna á föstudag lýsti NOAA því yfir að skrifstofa hennar í Birmingham hefði rangt fyrir sér þegar hún segði að Alabama væri ekki í hættu á að verða fyrir fellibylnum. Yfirlýsingin var gagnrýnd harðlega bæði innan stofnunarinnar og utan sem og af vísindasamfélaginu. Þaðan heyrðust raddir sem sökuðu NOAA um að verða undan pólitískum þrýstingi en ekki sinna vísindalegum skyldum. Meint hótun Wilbur L. Ross Jr., viðskiptaráðherra, er enn ein vending í pólitískum vandræðum Bandaríkjanna sem hófust fyrir rúmri viku síðan þegar Dorian reið yfir Bahamaeyja og Trump skrifaði á Twitter að Alabama yrði verr fyrir barðinu á fellibylnum en haldið var í upphafi. Nokkrum mínútum síðar tísti veðurathugunarstöðin í Birmingham í Alabama að „Alabama yrði EKKI fyrir neinum áhrifum frá Dorian. Við endurtökum, engin áhrif munu finnast frá fellibylnum Dorian í Alabama.“ Trump lét ekki þar við sitja og hélt staðhæfingum um hættuna í Alabama til streitu. Á föstudaginn birti Trump svo mynd af veðurkorti sem virtist hafa verið átt við. Kortið sýndi spá um leið Dorian en svo virtist sem einhver hefði átt við kortið með svörtum tússpenna og bætt við mögulega braut Dorian þannig að hún næði til Alabama.Sjá einnig: Trump virðist hafa látið falsa spákort um fellibylinn Þá greip viðskiptaráðherra inn í tveimur dögum síðar samkvæmt þremur einstaklingum innan NOAA sem urðu vitni að atvikinu. Hann á að hafa hringt í Neil Jacobs, stafandi stjórnandi NOAA, og skikkað hann til að „laga“ ágreininginn á milli stofnunarinnar og forseta. Vitnin segja Jacobs hafa neitað að framfylgja fyrirskipuninni en þá hafi honum verið hótað að pólitískt skipað starfsfólk stofnunarinnar yrði rekið ef ekkert yrði gert í málinu. Ólíkt almennum ríkisstarfsmönnum eru þeir sem eru pólitískt skipaðir, skipaðir af sitjandi stjórnvöldum. Yfirleitt eru þeir sem eru pólitískt skipaðir hátt settir, líkt og Jacobs og aðstoðarfólk hans. Annað vitni heldur því þó fram í samtali við New York Times að veðurathugunarstofan í Birmingham hafi einfaldlega haft rangt fyrir sér og að NOAA hafi brugðist við eins og hafi verið viðeigandi. Vitnið ýjaði einnig að því að tístið frá Birmingham veðurathugunarstofunni hafi verið birt til að gera lítið úr og niðurlægja forsetann frekar en til að gæta að öryggi íbúa Alabama. Á mánudag sendi Craig N. McLean, sem er hæst setti vísindamaðurinn innan NOAA, tölvupóst á starfsmenn stofnunarinnar og tilkynnti þeim að verið væri að rannsaka hvort brotið hafi verið á reglum þegar stofnunin ákvað að staðfesta yfirlýsingu Trump frekar en að standa með vísindamönnum sínum. Þá sagði hann í póstinum að ákvörðunin hafi verið „ógn við almannaheilsu og -öryggi.“
Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Sjá meira