Fótbolti

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 2021 fer fram í St. Pétursborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Krestovsky-völlurinn í St. Pétursborg er mikilfenglegt mannvirki.
Krestovsky-völlurinn í St. Pétursborg er mikilfenglegt mannvirki. vísir/getty

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2021 fer fram á heimavelli Rússlandsmeistara Zenit í St. Pétursborg samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar. Þetta verður staðfest á fundi framkvæmdastjórnar UEFA 24. september.

St. Pétursborg og München sóttu um að fá úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2021. St. Pétursborg varð fyrir valinu en úrslitaleikurinn 2022 fer væntanlega fram á Allianz Arena, heimavelli Bayern München. Úrslitaleikurinn 2023 verður svo á Wembley, þjóðarleikvangi Englands, í London.

Heimavöllur Zenit, Krestovsky-völlurinn, tekur 68.000 manns í sæti. Hann var opnaður í apríl 2017. Í júlí sama ár fór úrslitaleikurinn í Álfukeppninni fram á vellinum.

Sjö leikir á HM 2018 fóru fram á Kretovsky-vellinum, þ.á.m. bronsleikur Belgíu og Englands og leikur Frakklands og Belgíu í undanúrslitum. Fjórir leikir á EM 2020 fara fram á Kretovsky-vellinum, þ.á.m. einn leikur í 8-liða úrslitum.

Þetta verður í annað sinn sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Moskvu. Árið 2008 vann Manchester United Chelsea eftir vítaspyrnukeppni á Luzhniki-vellinum í Moskvu.

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 2020 fer fram á Atatürk-vellinum í Istanbúl.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.