Enski boltinn

Mun styttri ferðalög hjá Liverpool en hjá Manchester City í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rodrigo og Mohamed Salah í baráttu um bolta í leik Manchester City og Liverpool um Samfélagsskjöldinn.
Rodrigo og Mohamed Salah í baráttu um bolta í leik Manchester City og Liverpool um Samfélagsskjöldinn. Getty/Action Foto Sport/NurPhoto
Liverpool sleppur mun betur út úr ferðalögum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar heldur en höfuðandstæðingar þeirra í ensku úrvalsdeildinni, Manchester City.

Liverpool lenti í riðli með Napoli, FC Salzburg og Genk sem þýðir ferðalög til Ítalíu, Austurríkis og Belgíu.

Manchester City lenti í riðli með Shakhtar Donetsk, Dinamo Zagreb og Atalanta sem þýða ferðalög til Úkraínu, Króatíu og Ítalíu.





Liverpool byrjar Meistaradeildina á útivelli á móti Napoli 17. september en eftir hann spilar liðið þrjá útileiki heima á Englandi á móti Chelsea (Úrvalsdeildin), MK Dons (Deildabikarinn) og Sheffield United (Úrvalsdeildin).

Fyrsti heimaleikur Liverpool í Meistaradeildinni er á móti FC Salzburg 2. október. Liverpool spilar síðan tvo Meistaradeildarleiki í röð við Genk.

Manchester City byrjar á lengsta ferðalagi sínu því fyrsti leikur liðsins er á móti Shakhtar Donetsk á útivelli 18. september. Fyrsti heimaleikurinn í Meistaradeildinni er á móti Dinamo Zagreb 1. október. Manchester City spilar síðan tvo Meistaradeildarleiki í röð við ítalska félagið Atalanta.



Menn hafa nú reiknað það út að Liverpool bíður miklu styttri ferðalög í Meistaradeildinni en hjá kollegum þeirra í Manchester City.

Liverpool ferðast 4.760 mílur eða 7.660 kílómetra. Lið Manchester City þarf hins vegar að ferðast 6.740 mílur eða 10.846 kílómetra. Hérna munar 1.980 mílum eða meira en þrjú þúsund kílómetrum.

Liverpool tekur á móti Manchester City á Anfield 9. nóvember. Á þriðjudeginum 5. nóvember tekur Liverpool á móti Genk á Anfeld en miðvikudeginum 6. nóvember ferðast City til Atalanta á Ítalíu.

Liverpool fær því bæði heimaleik og einum degi meira til að undirbúa sig fyrir slaginn á móti City en svo gæti farið að deildarleikur Liverpool og Manchester City verði færður yfir á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×