Fótbolti

Liverpool aftur í riðli með Napoli í Meistaradeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Evrópumeistarar Liverpool.
Evrópumeistarar Liverpool. vísir/getty

Evrópumeistarar Liverpool lentu í riðli með Napoli, Red Bull Salzburg og Genk í Meistaradeild Evrópu. Dregið var í Mónakó í dag.

Liverpool var einnig með Napoli í riðli á síðasta tímabili. Liverpool vann Napoli í lokaumferð riðlakeppninnar og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum.

F-riðilinn er gríðarlega sterkur með Barcelona, Borussia Dortmund, Inter og Slavia Prag.

Tottenham, silfurliðið frá síðasta tímabili, er með Bayern München, Olympiacos og Rauðu stjörnunni.

Evrópudeildarmeistarar Chelsea lentu í riðli með Ajax, spútnikliði Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili, Valencia og Lille.

Manchester City var nokkuð heppið með riðil. Englandsmeistararnir eru í riðli með Shakhtar Donetsk, Dinamo Zagreb og Atalanta.

Riðlarnir í Meistaradeildinni 2019-20:

A-riðill
PSG
Real Madrid
Club Brugge
Galatasary

B-riðill
Bayern München
Tottenham
Olympiacos
Rauða stjarnan

C-riðill
Man City
Shakhtar Donetsk
Dinamo Zagreb
Atalanta

D-riðill
Juventus
Atlético Madrid
Bayer Leverkusen
Lokomotiv Moskva

E-riðill
Liverpool
Napoli
Salzburg
Genk

F-riðill
Barcelona
Dortmund
Inter
Slavia Prag

G-riðill
Zenit
Benfica
Lyon
RB Leipzig

H-riðill
Chelsea
Ajax
Valencia
LilleAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.