Íslenski boltinn

Fjölnir niðurlægði Þrótt og öflug stigasöfnun Leiknis heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór Breki og félagar unnu sterkan sigur í kvöld.
Arnór Breki og félagar unnu sterkan sigur í kvöld. vísir/bára
Fjölnismenn unnu sinn fyrsta leik í rúman mánuð í Inkasso-deild karla eftir 6-0 sigur á Þrótti í Grafarvoginum í kvöld.

Veislan byrjaði strax á 6. mínútu er Albert Brynjar Ingason skoraði og sex mínútum síðar tvöfaldaði Albert Brynjar forystuna með sínu öðru marki.

Varnarmaðurinn Bergsveinn Ólafsson skoraði þriðja markið á 19. mínútu og Orri Þórhallsson skoraði fjórða markið á 25. mínútu. Ótrúlegir yfirburðir Fjölnismanna.

Sigurpáll Melberg Pálsson bætti við fimmta markinu í upphafi síðari hálfleiks og sjötta og síðasta markið gerði Orri Þórhallsson. Lokatölur 6-0.

Fjölnir eru á toppi deildarinnar með 38 stig, fjórum stigum meira en Grótta sem er í öðru sætinu, en á þó leik til góða.

Þróttur er í 8. sætinu með 21 stig, fimm stigum frá fallsæti er þrjár umferðir eru eftir af deildinni.

Leiknir heldur áfram að safna stigum en þeir eru í 4. sætinu eftir 2-0 sigur á Haukum. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Ignacio Anglada skoruðu mörkin.

Leiknir er með 33 stig, stigi á eftir Gróttu sem er í öðru sætinu, en efstu tvö liðin leika í Pepsi Max-deildinni á næstu leiktíð. Haukar eru í 10. sætinu með 16 stig en þetta var fyrsti leikur liðsins í sumar undir stjórn Lúka Kostic.

Í Safamýrinni gerðu Fram og Víkingur Ólafsvík markalaust jafntefli. Fram er í sjöunda sætinu með 27 stig en Víkingur Ólafsvík er tveimur sætum ofar með 28 stig.

Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.



Staðan í deildinni (stig og leikir):

1. Fjölnir 38 stig - 19 leikir

2. Grótta 34 stig - 18 leikir

3. Þór 33 stig - 18 leikir

4. Leiknir 33 stig - 19 leikir

5. Víkingur Ólafsvík 28 stig - 19 leikir

6. Keflavík 28 stig - 18 leikir

7. Fram 27 stig - 19 leikir

8. Þróttur 21 stig - 19 leikir

9. Afturelding 18 stig - 18 leikir

10. Haukar 16 stig - 19 leikir

11. Magni 16 stig - 18 leikir

12. Njarðvík 14 stig - 18 leikir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×