Enski boltinn

Carroll þekkti bara tvo leikmenn Liverpool með nafni þegar hann skrifaði undir hjá félaginu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carroll í búningi Liverpool.
Carroll í búningi Liverpool. vísir/getty

Andy Carroll er kominn aftur heim til Newcastle en hann skrifaði undir samning við félagið eftir að samningur hans hjá West Ham var ekki framlengdur.

Carroll gekk í raðir Liverpool sumarið 2011 en hann var keyptur fyrir 35 milljónir punda. Hann átti að fylla í skarð Fernando Torres sem hafði gengið í raðir Chelsea en það gekki sem skildi.

Nú er hann hins vegar kominn aftur heim til Newcastle og vonast til að geta farið að spila og skora á ný. Carroll er þó ekki mikill áhugamaður um fótbolta.

„Þegar ég var hér síðast þá hékk ég með vinum mínum, spilaði fótbolta, fór út og allt mögulegt en ég horfði aldrei á fótbolta. Ég þekkti aldrei neina leikmenn,“ sagði Carroll í samtali við heimasíðu Newcastle.

„Ég kom inn á æfingasvæðið á föstudegi eða vaknaði á laugardegi og spurði: Við hverja erum við að fara spila? Ég var til í að leggja hart að mér á æfingasvæðinu en þangað til að það var fundur vissi ég ekki við hverja við værum að fara spila, ef ég spurði ekki einhvern.“

Eins og áður segir gekk framherjinn í raðir Liverpool en hann segir kostulega sögu frá þyrluferðinni niður til Liverpool.

„Þegar ég var í þyrlunni á leiðinni til Liverpool hugsaði ég að ég þekkti Steven Gerrard og Jamie Carragher en hvern fleiri? Umboðsmaðurinn þurfti að segja mér það og ég fór á Google og fann liðið.“

„Þetta er sönn saga en hún er slæm því þetta er Liverpool. Þetta er ekki vanvirðing því ég horfði bara einfaldlega ekki á fótbolta svo ég vissi það ekki.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.