Íslenski boltinn

Daði Freyr fékk nýjan samning í Krikanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Daði Freyr við undirskriftina í dag.
Daði Freyr við undirskriftina í dag. mynd/fh
Ein óvæntasta stjarna Pepsi Max-deildarinnar í sumar er markvörðurinn Daði Freyr Arnarsson sem hefur slegið í gegn í marki FH.

Hann hóf leiktíðina sem þriðji markvörður FH og átti líklega ekki von á því að spila mikið. Meiðsli gerðu það aftur á móti að verkum að honum var kastað í djúpu laugina.

Drengurinn er augljóslega vel syntur því hann hefur spilað frábærlega og eignað sér markvarðarstöðuna hjá Fimleikafélaginu.





Hann stóð undir traustinu og FH hefur nú verðlaunað hann með nýjum samningi sem gildir út sumarið 2022.

Daði Freyr, sem er fæddur árið 1998, hafði aðeins spilað deildarleiki með BÍ/Bolungarvík og Vestra áður en hann fékk tækifærið í sumar en hann er búinn að spila tólf leiki fyrir FH og þeir munu verða fleiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×