Enski boltinn

Þjálfari hjá Aston Villa látinn fara vegna ásakana um einelti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kevin MacDonald hafði starfað hjá Aston Villa frá árinu 1995 með stuttu stoppi hjá Írlandi og (2006-2007) og Swindon (2012).
Kevin MacDonald hafði starfað hjá Aston Villa frá árinu 1995 með stuttu stoppi hjá Írlandi og (2006-2007) og Swindon (2012). vísir/getty

Kevin MacDonald, einn þjálfara Aston Villa sem sá um framþróun yngri leikmanna félagsins, hefur verið látinn fara úr sínu starfi eftir ásakanir um einelti.

Hann hefur verið færður úr sínu starfi og mun ekki sinna starfi hjá félaginu þar sem hann má ekki hitta leikmenn fyrr en rannsókninni er lokið.

Fyrrum miðjumaður félagsins, Gareth Farrelly, sagði í viðtali við Guardian fyrir alls ekki löngu að MacDonald hafi verið afar neikvæður í hans garð sem yngri flokka þjálfari í kringum 1990.

„Aston Villa biður allra fyrrum leikmenn félagsins afsökunar sem hafa orðið fyrir hegðun sem er ekki í boði hjá okkar félagi,“ sagði Aston Villa í tilkynningu sinni.
MacDonald vann tvöfalt með Liverpool sem leikmaður árið 1986 en hann hefur í tvígang verið bráðabirgðastjóri hjá Aston Villa, nú síðast á síðustu leiktíð þar sem hann tók við um tíma af Steve Bruce.

Hann hafði unnið samfleytt hjá Villa frá árinu 1995 ef undanskilin eru árin 2006-2007 og 2013. Hann starfaði lengstum af í akademíu félagsins.

Hann var einnig aðstoðarþjálfari Tim Sherwood er hann stýrði liðinu og hefur nú nýlega þjálfað U23 ára lið félagsins. Aston Villa er byrjað að leita að eftirmanni MacDonald.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.