Erlent

Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Johnson og Merkel.
Johnson og Merkel. Vísir/getty

Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum.

Í gær hitti hann Angelu Merkel Þýskalandskanslara sem tók dræmt í hugmyndina og í dag á hann fund með Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem þegar hefur sagt að ekki komi til greina að semja um þann hluta samningsins.

Írska baktryggingin kemur í veg fyrir að reisa þurfi landamæragirðingar á milli Írlands og Norður-Írlands, þegar Bretar, sem Norður-Írland tilheyrir, hverfa úr ESB. Johnson segir baktrygginguna andlýðræðislega og ógn við friðarferlið á Norður-Írlandi en Evrópuleiðtogar gagnrýna Johnson fyrir að koma ekki með raunhæfa lausn í staðinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.