Erlent

Johnson fundar með leiðtogum Evrópu vegna baktryggingarinnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Johnson og Merkel.
Johnson og Merkel. Vísir/getty
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, heldur áfram ferð sinni um Evrópu þar sem hann reynir að sannfæra helstu leiðtoga álfunnar um að fjarlæga írsku baktrygginguna svokölluðu úr Brexit-samningnum.

Í gær hitti hann Angelu Merkel Þýskalandskanslara sem tók dræmt í hugmyndina og í dag á hann fund með Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem þegar hefur sagt að ekki komi til greina að semja um þann hluta samningsins.

Írska baktryggingin kemur í veg fyrir að reisa þurfi landamæragirðingar á milli Írlands og Norður-Írlands, þegar Bretar, sem Norður-Írland tilheyrir, hverfa úr ESB. Johnson segir baktrygginguna andlýðræðislega og ógn við friðarferlið á Norður-Írlandi en Evrópuleiðtogar gagnrýna Johnson fyrir að koma ekki með raunhæfa lausn í staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×