Erlent

Keyptu þorp á 19 milljónir

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Eyðiþorp á Spáni.
Eyðiþorp á Spáni. Nordicphotos/Getty

Vinahópur á Spáni keypti eyðiþorp í Galisíuhéraði fyrir aðeins 140 þúsund evrur, eða rúmar 19 milljónir króna. Þorpið hefur verið mannlaust í hálfa öld og öll húsin því í niðurníðslu en vinirnir hyggjast byggja þau upp og dvelja þar í ellinni.

Alls eru um 3.000 eyðiþorp á Spáni, flest í norður og norðvesturhéruðunum. Mörg hús í eyðiþorpum eru auglýst hjá fasteignasölum og útlendingar hafa sýnt þeim áhuga á undanförnum árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.