Íslenski boltinn

Leikmaður Víkinga valinn í landslið Síerra Leóne

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kwame Quee.
Kwame Quee. Vísir/Vilhelm

Einn leikmaður í Pepsi Max deild karla fer í langa keppnisferð til Afríku í byrjun næsta mánaðar.

Kwame Quee, leikmaður Víkinga í Pepsi Max deild karla, er í leikmannahópi landsliðs Síerra Leóne fyrir leiki í undankeppni HM 2022. Víkingar hafa fengið boð frá knattspyrnusambandi Afríkuríkisins að Kwame Quee sé í hópnum að þessu sinni.

Quee verður væntanlega ekki eini leikmaður Víkings sem verður upptekinn í landsliðsverkefni en búast má við því að Kári Árnason verði áfram í íslenska landsliðinu.

Kwame Quee kom til Víkinga á láni frá Breiðabliki en hann er með eitt mark og eina stoðsendingu í sjö deildarleikjum með Víkingi í sumar.

Kwame Quee mátti ekki spila í undanúrslitaleiknum í bikarnum á móti Breiðabliki en skoraði fyrir Blika í sigri á HK í bikarleik í lok maí. Quee verður væntanlega með Víkingum í bikarúrslitaleiknum á móti FH.

Kwame Quee hefur leikið fjórtán landsleiki fyrir Síerra Leóne.

Síerra Leóne mætir Líberíu i tveimur leikjum í landsleikjahléi í september, sá fyrri fer fram í Monroviu í Líberú 4. september en sá síðari í Freetown í Síerra Leóne fjórum dögum síðar.

Sigurvegarinn úr þessum tveimur leikjum tryggir sér sæti í undankeppninni þar sem eru spilaðir tíu fjögurra liða riðlar þar sem ein þjóð úr hverjum riðli tryggir sig inn á HM í Katar 2022.

Kwame Quee er ekki eini Víkingurinn í landsliði Síerra Leóne því Ibrahim Sorie Barrie úr Inkasso-liði Víkings úr Ólafsvík er einnig í hópnum að þessu sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.