Sextíu og fimm bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2019 12:15 Frá fundinum á Selfossi þar sem Björn Magnússon vakti athygli á gríðarlegum vanda á lyflækningadeild sjúkrahússins á Selfossi þar sem tólf af fjórtán rúmum, sem eiga að standa Sunnlendingum til boða eru teppt af sjúklingum, sem bíða eftir því að komast inn á hjúkrunarheimili. Björn er lengst til vinstri á myndinni í fremstu röðinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sextíu og fimm einstaklingar bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á Suðurlandi. Á sjúkrahúsinu á Selfossi þar sem eru fjórtán pláss á lyflækningadeild eru tólf sjúklingar, sem bíða eftir langtímavistun og teppa þar með sjúkrarúmin. „Gríðarlegur vandi“, segir yfirlæknir á sjúkrahúsinu. Það er ekki hægt að segja að ástandið sé gott á Suðurlandi þegar hjúkrunarrými eru annars vegar því stór hópur fólks bíður eftir að komast inn á slík heimili. Ástandið mun þó lagast þegar nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns verður opnað eftir einhver ár á Selfossi en nú er beðið eftir að það verk verði boðið út. Í Árnessýsla eru 40 að bíða eftir hjúkrunarrýmum, þar af eru 17 sem eru annaðhvort í dvalarrýmum eða biðplássum. Í Rangárþing eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi, í Vestur og austur Skaftafellssýsla eru þrír að bíða og í Vestmannaeyjum eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi. Þrátt fyrir þennan langa biðlista kom fram á opnum fundi með heilbrigðisráðherra nýlega sem haldinn var á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var kynnt að biðlistinn eftir hjúkrunarrýmum á landinu væri stystur á Suðurlandi. Björn Magnússon, yfirlæknir á lyflækningadeild sjúkrahússins tók þá til máls. „Ég fatta nú ekki alveg þessa tölu með biðlistann eftir hjúkrunarrými því við erum í gríðarlegum vanda hér á lyflækningadeildinni og höfum verið síðan fjörutíu plássum var lokað á Kumbaravogi 2016, þá hefur deildin verið meira og minna full. Bara í dag svo þið vitið það, þá eru fjórtán pláss hér, tólf af þeim eru sett af fólki, sem bíður eftir langtímavistun, við höfum tvö pláss úr að spila og þar eru reyndar sjúklingar inni, þannig að við getum ekki sinnt bráðavaktinni hér og við getum ekki sinnt Landsspítalanum. Þannig að það má segja að lyflæknisdeildin hér eins sé hrein hjúkrunardeild, þetta er að gerast ítrekað“, sagði Björn á fundinum. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Sextíu og fimm einstaklingar bíða nú eftir því að komast á hjúkrunarheimili á Suðurlandi. Á sjúkrahúsinu á Selfossi þar sem eru fjórtán pláss á lyflækningadeild eru tólf sjúklingar, sem bíða eftir langtímavistun og teppa þar með sjúkrarúmin. „Gríðarlegur vandi“, segir yfirlæknir á sjúkrahúsinu. Það er ekki hægt að segja að ástandið sé gott á Suðurlandi þegar hjúkrunarrými eru annars vegar því stór hópur fólks bíður eftir að komast inn á slík heimili. Ástandið mun þó lagast þegar nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns verður opnað eftir einhver ár á Selfossi en nú er beðið eftir að það verk verði boðið út. Í Árnessýsla eru 40 að bíða eftir hjúkrunarrýmum, þar af eru 17 sem eru annaðhvort í dvalarrýmum eða biðplássum. Í Rangárþing eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi, í Vestur og austur Skaftafellssýsla eru þrír að bíða og í Vestmannaeyjum eru 11 að bíða, þar af 4 sem eru í dvalarrými eða biðplássi. Þrátt fyrir þennan langa biðlista kom fram á opnum fundi með heilbrigðisráðherra nýlega sem haldinn var á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þar sem Heilbrigðisstefna til ársins 2030 var kynnt að biðlistinn eftir hjúkrunarrýmum á landinu væri stystur á Suðurlandi. Björn Magnússon, yfirlæknir á lyflækningadeild sjúkrahússins tók þá til máls. „Ég fatta nú ekki alveg þessa tölu með biðlistann eftir hjúkrunarrými því við erum í gríðarlegum vanda hér á lyflækningadeildinni og höfum verið síðan fjörutíu plássum var lokað á Kumbaravogi 2016, þá hefur deildin verið meira og minna full. Bara í dag svo þið vitið það, þá eru fjórtán pláss hér, tólf af þeim eru sett af fólki, sem bíður eftir langtímavistun, við höfum tvö pláss úr að spila og þar eru reyndar sjúklingar inni, þannig að við getum ekki sinnt bráðavaktinni hér og við getum ekki sinnt Landsspítalanum. Þannig að það má segja að lyflæknisdeildin hér eins sé hrein hjúkrunardeild, þetta er að gerast ítrekað“, sagði Björn á fundinum.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent