Erlent

Andrés prins segist ekki hafa vitað af glæpum Epstein

Sylvía Hall skrifar
Andrés prins.
Andrés prins. Vísir/Getty
Andrés prins hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi samband sitt við auðkýfinginn Jeffrey Epstein sem fannst látinn í fangaklefa sínum fyrr í mánuðinum. Epstein hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum og barnamansal.Í yfirlýsingunni segist Andrés koma ýmsum hlutum á hreint varðandi samband sitt við Epstein og koma í veg fyrir misskilning. Á meðan þeir þekktust hafi þeir ekki verið í reglulegum samskiptum og aðeins hist einu sinni til tvisvar á ári.Sjá einnig: Andrés prins sagður hafa þegið fótanudd frá ungri konu í íbúð Epstein„Ég hef dvalið á nokkrum heimilum hans. Aldrei á þeim takmarkaða tíma sem ég eyddi með honum sá ég nokkuð, varð vitni að eða grunaði einhverja hegðun sambærilega þeirri sem leiddi til handtöku hans og sakfellingu,“ segir Andrés yfirlýsingu.Hann segir það hafa verið mistök að hitta Epstein eftir að hann var látinn laus úr fangelsi árið 2010 og hann hefði mikla samúð með fórnarlömbum Epstein. Hann segir sjálfsvíg hans hafa orðið til þess að mörgum spurningum sé enn ósvarað.„Ég geri mér grein fyrir því og hef samúð með öllum þeim sem hafa orðið fyrir skaða og vilja fá einhverskonar uppgjör.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.