Erlent

Conan O'Brien sagði veðurfregnir í grænlenska sjónvarpinu í Nuuk

Kristján Már Unnarsson skrifar
Conan O'Brien á flugvellinum í Kangerlussuaq.
Conan O'Brien á flugvellinum í Kangerlussuaq. Mynd/Af twitter-síðu Conans O'Brien.

Grænlendingar sjá nú forsmekkinn af afleiðingum þess að landið þeirra er búið að vera helsta umræðuefni heimspressunnar undanfarnar tvær vikur. Verði áhrifin í líkingu við það sem Íslendingar upplifðu eftir Eyjafjallajökul gætu Grænlendingar átt von á flóðbylgju ferðamanna á næstu árum. 

Bandaríski grínistinn og spjallþáttastjórnandinn Conan O’Brien var fljótur að stökkva á vagninn. Eftir að Donald Trump sagði frá áhuga sínum á að kaupa Grænland lýsti Conan því yfir í þætti sínum „Late Night with Conan O'Brien" síðastliðið mánudagskvöld að þangað ætlaði hann að fara, að eigin sögn til að hjálpa Trump að ná samningum. 

Grínistinn lenti á flugvellinum í Kangerlussuaq á fimmtudag og flaug þaðan áfram til Nuuk. Fljótlega eftir komuna sendi hann frá sér þennan pistil á twitter. 

Conan heldur einnig úti sjónvarpsþáttunum „Conan Without Boarders" þar sem hann bregður sér í hlutverk ferðamanns á framandi slóðum. Í þeim hefur hann heimsótt lönd eins og Kúbu, Kóreu, Mexíkó og Ísrael. Hér má sjá hann við komuna til Nuuk. 

Í gær heimsótti grínistinn grænlenska ríkissjónvarpið KNR. Þar brá hann sér í myndverið og stillti sér upp fyrir framan veðurfréttakortið. Hér má sjá Conan reyna að segja veðurfregnir á grænlensku:


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.