Erlent

Conan O'Brien sagði veðurfregnir í grænlenska sjónvarpinu í Nuuk

Kristján Már Unnarsson skrifar
Conan O'Brien á flugvellinum í Kangerlussuaq.
Conan O'Brien á flugvellinum í Kangerlussuaq. Mynd/Af twitter-síðu Conans O'Brien.
Grænlendingar sjá nú forsmekkinn af afleiðingum þess að landið þeirra er búið að vera helsta umræðuefni heimspressunnar undanfarnar tvær vikur. Verði áhrifin í líkingu við það sem Íslendingar upplifðu eftir Eyjafjallajökul gætu Grænlendingar átt von á flóðbylgju ferðamanna á næstu árum. 

Bandaríski grínistinn og spjallþáttastjórnandinn Conan O’Brien var fljótur að stökkva á vagninn. Eftir að Donald Trump sagði frá áhuga sínum á að kaupa Grænland lýsti Conan því yfir í þætti sínum „Late Night with Conan O'Brien" síðastliðið mánudagskvöld að þangað ætlaði hann að fara, að eigin sögn til að hjálpa Trump að ná samningum. 

Grínistinn lenti á flugvellinum í Kangerlussuaq á fimmtudag og flaug þaðan áfram til Nuuk. Fljótlega eftir komuna sendi hann frá sér þennan pistil á twitter. 

Conan heldur einnig úti sjónvarpsþáttunum „Conan Without Boarders" þar sem hann bregður sér í hlutverk ferðamanns á framandi slóðum. Í þeim hefur hann heimsótt lönd eins og Kúbu, Kóreu, Mexíkó og Ísrael. Hér má sjá hann við komuna til Nuuk. 

Í gær heimsótti grínistinn grænlenska ríkissjónvarpið KNR. Þar brá hann sér í myndverið og stillti sér upp fyrir framan veðurfréttakortið. Hér má sjá Conan reyna að segja veðurfregnir á grænlensku:


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×