Erlent

Strönd lokað vegna sprengju úr spænsku borgarastyrjöldinni

Andri Eysteinsson skrifar
Lögregla lokaði aðgengi að ströndinni.
Lögregla lokaði aðgengi að ströndinni. AP/Ignacio Murillo

Yfirvöld í Barcelona, höfuðborgar sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu á austurströnd Spánar, neyddust til þess að loka einni vinsælustu strönd borgarinnar, Sant Sebastia við Miðjarðarhafið, vegna sprengju sem fannst rétt um 25 metrum utan strandarinnar. AP greinir frá.

Hiti í borginni var rétt um 30°C og var því margt um manninn þegar loka þurfti ströndinni. Sprengjan fannst á þriggja metra dýpi og er talið að hún sé frá tímum spænsku borgarastyrjaldarinnar sem geisaði í landinu á árunum 1936-1939. Það mun þó ekki fást staðfest fyrr en eftir að sprengjusérfræðingar spænska sjóhersins mæta á svæðið á morgun.

Sprengjan mældist 1,1 metri að lengd og 80 sentimetrar að breidd og mun lið sjóhersins sprengja hana á mánudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.