Erlent

Strönd lokað vegna sprengju úr spænsku borgarastyrjöldinni

Andri Eysteinsson skrifar
Lögregla lokaði aðgengi að ströndinni.
Lögregla lokaði aðgengi að ströndinni. AP/Ignacio Murillo
Yfirvöld í Barcelona, höfuðborgar sjálfstjórnarhéraðsins Katalóníu á austurströnd Spánar, neyddust til þess að loka einni vinsælustu strönd borgarinnar, Sant Sebastia við Miðjarðarhafið, vegna sprengju sem fannst rétt um 25 metrum utan strandarinnar. AP greinir frá.

Hiti í borginni var rétt um 30°C og var því margt um manninn þegar loka þurfti ströndinni. Sprengjan fannst á þriggja metra dýpi og er talið að hún sé frá tímum spænsku borgarastyrjaldarinnar sem geisaði í landinu á árunum 1936-1939. Það mun þó ekki fást staðfest fyrr en eftir að sprengjusérfræðingar spænska sjóhersins mæta á svæðið á morgun.

Sprengjan mældist 1,1 metri að lengd og 80 sentimetrar að breidd og mun lið sjóhersins sprengja hana á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×