Enski boltinn

Þjálfari belgíska landsliðsins segir að Lukaku hafi leiðst hjá Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku fagnar marki sínu með Inter á mánudagskvöldið.
Lukaku fagnar marki sínu með Inter á mánudagskvöldið. vísir/getty
Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins, segir að Romelu Lukaku hafi ákvað að leita eftir nýrri áskorun því honum hafi leiðst hjá Manchester United.

Inter klófesti belgíska framherjann í sumar en Lukaku kostaði 74 milljónir punda. Hann skoraði svo í sínum fyrsta leik fyrir Inter á mánudagskvöldið.

„Romelu þurfti nýja áskorun. Stundum leiðist þér hjá félagi,“ sagði belgíski stjórinn áður en hélt áfram að fjalla um framherjann sinn:

„Að vinna með Conte mun gleðja hann og verkefnið hjá Inter þar sem barist verður um titla er áhugavert. Ég sá Lukaku hlægja aftur og það gerði mig glaðan.“







Belgíska landsliðið hittist í byrjun næsta mánaðar en liðið spilar þá við San Marínó og Skotland í undankeppni EM 2020 sem fer fram víðs vegar um heiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×