Erlent

Suður-Ameríkuríki funda um Amason

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Nordicphotos/Getty
Brasilía Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, tilkynnti í gær að boðað hefði verið til fundar leiðtoga ríkja Suður-Ameríku. Það sé gert til þess að ná samkomulagi um sameiginlega stefnu um að koma Amason-frumskóginum til varnar.

Mikið hefur verið fjallað um elda í frumskóginum að undanförnu. Leiðtogar G7-ríkjanna ræddu um eldana og sagði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að um algjört neyðarástand væri að ræða.

G7-leiðtogar buðu Brasilíumönnum 20 milljóna evra neyðaraðstoðargjöf en Bolsonaro mun ekki samþykkja hana nema Macron biðjist afsökunar fyrst á meintum móðgunaryrðum.

Brasilíuforsetinn var nýstiginn út af fundi með Sebastian Pinera, forseta Síle, þegar hann greindi frá fundinum í gær. Sagði hann að öll ríki álfunnar, utan Venesúela, myndu hittast þann 6. september í Kólumbíu.




Tengdar fréttir

Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum

Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×