Erlent

Milljón manns skora á Boris

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá mótmælum í London í gær eftir að Johnson tilkynnti um ákvörðun sína.
Frá mótmælum í London í gær eftir að Johnson tilkynnti um ákvörðun sína. Getty/Barcroft Media
Rúmlega milljón manns hafa undirritað áskorun til Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um að hann hætti við að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þing kemur aftur saman í næstu viku en fer síðan í leyfi frá 10. september til 14. október, sem er tveimur vikum fyrir fyrirhugaða útgöngudagsetningu.

Ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefur verið harðlega gagnrýnd og söfnuðust nokkur þúsund mótmælendur saman í miðborg Lundúna í gær. Gagnrýnendur segja að með þingfrestun sé Johnson að takmarka getu neðri deildar þingsins til að samþykkja lög sem stöðvi Brexit án samnings.

Boris Johnson vísar því á bug. Yfirstandandi þing sé það lengsta í næstum 400 ár og tímabært að hafa þinghlé svo ríkisstjórnin geti lagt línurnar. Nægur tími gefist til að ræða Brexit og önnur mikilvæg þingmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×