Enski boltinn

Alisson meiddist á kálfa en ekki hásin: Liverpool vonar að hann verði klár eftir innan við mánuð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alisson liggur óvígur eftir í gær.
Alisson liggur óvígur eftir í gær. vísir/getty
Liverpool vonast til að brasilíski markvörðurinn, Alisson, verði kominn aftur inn á knattspyrnuvöllinn eftir um mánuð en hann meiddist í 1. umferð úrvalsdeildarinnar í gær.

Alisson var borinn af velli í fyrri hálfleik er hann meiddist í 4-1 stórsigri Liverpool á Norwich en ekkert samstuð var til þess að Alisson meiddist.

Brassinn tók útspark og settist svo niður á völlinn. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði í viðtali eftir leikinn í gær að þetta liti ekki vel út og að Alisson hafi haldið að einhver hafi sparkað í sig.







Markvörðurinn knái gekkst undir skoðun í gærkvöldi og í morgun en ekki er enn klárt hversu lengi hann verður frá. Reiknað er þó með að það sé í vikum talið hversu langt er þangað til að hann snúi aftur.

Hinn spænski Adrian mun því taka við keflinu og standa í markinu hjá Liverpool næstu vikur en Liverpool spilar gegn Chelsea í Ofurbikarnum á miðvikudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×