Rúnar: Ágætis áminning fyrir leikmenn, þjálfara og alla sem snúa að klúbbnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2019 18:32 Rúnar Kristinsson, þjálfari KR. vísir/bára „Fyrstu fimm mínúturnar voru góðar, áttum tvö góð skot og vorum að opna þá aðeins. Svo fara þeir bara upp völlinn og skora úr sinni fyrstu sókn og eftir 20 mínútur er staðan orðin 3-0. Þeir tóku okkur bara í bólinu, við vorum alltaf að bíða eftir að einhver annar gerði hlutina fyrir okkur, vorum ekki nægilega agressífir og hleyptum þeim alltof oft í ákjósanlegar stöður sem þeir nýttu frábærlega,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um fyrstu 20 mínútur leiksins gegn HK er toppliðið fékk skell í dag. Staðan var orðin 3-0 HK í vil á þeim tímapunkti en eiknum lauk svo með 4-1 sigri HK. Rúnar hélt áfram. „HK spilaði ofboðslega góðan leik varnarlega, frábærar skyndisóknir, mikil tækni í liðinu hjá þeim og flottlið sem þeir eru með. Brynjar Björn [Gunnarsson, þjálfari HK] og Viktor [Bjarki Arnarsson, spilandi aðstoðarþjálfari] eru að gera frábæra hluti og áttu þennan sigur fyllilega skilið.“ „Það kemur svo sem ekkert á óvart, við erum búnir að horfa á þau eins og öll önnur lið í þessari deild, þau eru nú ekki það mörg. Þannig við þekkjum öll hvort annað nokkuð vel en þeir eru ofboðslega vel skipulagðir og ef þú ætlar að sækja á mörgum mönnum, eins og við gerðum í byrjun, þá eru þeir flinkir í að nýta sér veikleika okkar og keyra hratt á okkur í þau auðu svæði sem eru.“ „Þeir gerðu það vel í dag, að sama skapi erum við bara horfandi á og bíðandi eftir að næsti maður taki af skarið. Þetta var bara ekki okkar dagur og stundum er skárra að fá almennilegan skell,“ sagði Rúnar aðspurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart í leikstíl HK eða þetta hefði einfaldlega verið „einn af þessum dögum.“ Varðandi það hvort leikurinn gæti hjálpað KR í komandi verkefnum þá telur Rúnar svo vera. „Þetta er ágætis áminning, nú tala ég ekki bara um leikmenn heldur þjálfarateymið líka og alla sem snúa að klúbbnum. Það þýðir ekkert að halda að þetta sé búið og komið þetta mót, það er nóg eftir af þessu og ég hef sagt það oft. Það eru hins vegar allir að óska strákunum til hamingju með titilinn út í bæ en menn verða að kunna að taka því. Þetta er ekkert búið og það er nóg eftir.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - KR 4-1 | Meistaraefnin fengu skell í Kórnum HK er komið upp í 3. sæti delidarinnar eftir stórsigur á toppliði KR. 11. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
„Fyrstu fimm mínúturnar voru góðar, áttum tvö góð skot og vorum að opna þá aðeins. Svo fara þeir bara upp völlinn og skora úr sinni fyrstu sókn og eftir 20 mínútur er staðan orðin 3-0. Þeir tóku okkur bara í bólinu, við vorum alltaf að bíða eftir að einhver annar gerði hlutina fyrir okkur, vorum ekki nægilega agressífir og hleyptum þeim alltof oft í ákjósanlegar stöður sem þeir nýttu frábærlega,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um fyrstu 20 mínútur leiksins gegn HK er toppliðið fékk skell í dag. Staðan var orðin 3-0 HK í vil á þeim tímapunkti en eiknum lauk svo með 4-1 sigri HK. Rúnar hélt áfram. „HK spilaði ofboðslega góðan leik varnarlega, frábærar skyndisóknir, mikil tækni í liðinu hjá þeim og flottlið sem þeir eru með. Brynjar Björn [Gunnarsson, þjálfari HK] og Viktor [Bjarki Arnarsson, spilandi aðstoðarþjálfari] eru að gera frábæra hluti og áttu þennan sigur fyllilega skilið.“ „Það kemur svo sem ekkert á óvart, við erum búnir að horfa á þau eins og öll önnur lið í þessari deild, þau eru nú ekki það mörg. Þannig við þekkjum öll hvort annað nokkuð vel en þeir eru ofboðslega vel skipulagðir og ef þú ætlar að sækja á mörgum mönnum, eins og við gerðum í byrjun, þá eru þeir flinkir í að nýta sér veikleika okkar og keyra hratt á okkur í þau auðu svæði sem eru.“ „Þeir gerðu það vel í dag, að sama skapi erum við bara horfandi á og bíðandi eftir að næsti maður taki af skarið. Þetta var bara ekki okkar dagur og stundum er skárra að fá almennilegan skell,“ sagði Rúnar aðspurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart í leikstíl HK eða þetta hefði einfaldlega verið „einn af þessum dögum.“ Varðandi það hvort leikurinn gæti hjálpað KR í komandi verkefnum þá telur Rúnar svo vera. „Þetta er ágætis áminning, nú tala ég ekki bara um leikmenn heldur þjálfarateymið líka og alla sem snúa að klúbbnum. Það þýðir ekkert að halda að þetta sé búið og komið þetta mót, það er nóg eftir af þessu og ég hef sagt það oft. Það eru hins vegar allir að óska strákunum til hamingju með titilinn út í bæ en menn verða að kunna að taka því. Þetta er ekkert búið og það er nóg eftir.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: HK - KR 4-1 | Meistaraefnin fengu skell í Kórnum HK er komið upp í 3. sæti delidarinnar eftir stórsigur á toppliði KR. 11. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Leik lokið: HK - KR 4-1 | Meistaraefnin fengu skell í Kórnum HK er komið upp í 3. sæti delidarinnar eftir stórsigur á toppliði KR. 11. ágúst 2019 18:30