Arnar glotti við tönn er hann ræddi um undanúrslitin í bikarnum: "Ég var ekki einu sinni fæddur þá!” Gabríel Sighvatsson skrifar 11. ágúst 2019 18:42 Arnar Gunnlaugsson. vísir/bára Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. var gríðarlega ánægður með frammistöðuna hjá sínu liði en þeir höfðu 3-1 sigur gegn ÍBV í Víkinni í dag. „Þetta var góður leikur af okkar hálfu. Þetta var mjög „professional” frammistaða af okkar hálfu, við skorum 3 mörk. Það er erfitt að mæta liði sem er í raun hálffallið, særð dýr geta verið hættuleg.” Arnar var virkilega ánægður með hvernig liðið svaraði kallinu en liðið hefur verið í erfiðleikum með að landa sigrum. Arnar skóf ekki utan af hlutunum eftir síðasta leik sem liðið tapaði gegn Stjörnunni. „Það eru mikil þroskamerki í liðinu og við gerðum þetta á mjög fagmannlegan hátt. Það er hægt að kvarta og kveina að við hefðum átt að gera fleiri mörk og allt það en við stjórnuðum leiknum og vorum rólegir og yfirvegaðir í okkar aðgerðum. Ef ég á að kvarta yfir einhverju þá hefðum við átt að skora fleiri mörk.” „Í stöðunni 2-1 þá veit maður aldrei en þetta var klaufalegt mark af okkar hálfu, við vorum hálfsofandi. Ég get ekki sagt að mér hafi liðið illa, þetta var leikur þar sem við sýndum mikil þroskamerki og stigum vel upp.” Óttar Magnús Karlsson var að spila sinn annan leik fyrir liðið í dag. Hann hefur reynst mikill fengur, var maður leiksins og skoraði 2 mörk til að hjálpa Víkingi við að landa sigrinum. „Það vita allir hvað Óttar er góður og hvað hann er mikilvægur fyrir okkar lið. Hann er búinn að koma mér á óvart hvað hann er „fit” og flottur og fellur eins og flís við rass í okkar lið og ég held hann hafi mjög gaman af að spila með svona liði sem heldur bolta vel og þá er það okkar mál að nýta hans hæfileiki, sem eru mjög miklir. ” Víkingur hefur verið í fallbaráttu undanfarna leiki en með einum sigri eru þeir komnir upp í 8. sætið og Arnar horfir upp fyrir sig í töflunni. „Við nálgumst Evrópusvæðið, þetta er mjög skrýtin deild núna, mjög stutt í fallbaráttu og mjög stutt í Evrópu. Ég leit á sigur KA í dag sem mjög flottan því þá nálgumst við Stjörnuna. Svona á að hugsa þetta, við eigum að hugsa þetta þannig að við séum að nálgast Evrópusæti en ekki að fjarlægast fallbaráttusætin. En við verðum að hafa í huga að það er stutt á milli feigs og ófeigs í þessu og við verðum að halda fókus.” Næsti leikur Víkings er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og það er mikill spenningur fyrir þeim leik enda langt síðan Víkingur hefur komist svona langt í bikarkeppni. „Það eru spennandi tímar framundan og þetta verður „epic” leikur á fimmtudagnn og við verðum klárir í þann leik. Við förum „all in” í þann leik og gerum allt til að landa okkar fyrsta bikarúrslitaleik síðan 1971. Ég var ekki einu sinni fæddur þá!” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. var gríðarlega ánægður með frammistöðuna hjá sínu liði en þeir höfðu 3-1 sigur gegn ÍBV í Víkinni í dag. „Þetta var góður leikur af okkar hálfu. Þetta var mjög „professional” frammistaða af okkar hálfu, við skorum 3 mörk. Það er erfitt að mæta liði sem er í raun hálffallið, særð dýr geta verið hættuleg.” Arnar var virkilega ánægður með hvernig liðið svaraði kallinu en liðið hefur verið í erfiðleikum með að landa sigrum. Arnar skóf ekki utan af hlutunum eftir síðasta leik sem liðið tapaði gegn Stjörnunni. „Það eru mikil þroskamerki í liðinu og við gerðum þetta á mjög fagmannlegan hátt. Það er hægt að kvarta og kveina að við hefðum átt að gera fleiri mörk og allt það en við stjórnuðum leiknum og vorum rólegir og yfirvegaðir í okkar aðgerðum. Ef ég á að kvarta yfir einhverju þá hefðum við átt að skora fleiri mörk.” „Í stöðunni 2-1 þá veit maður aldrei en þetta var klaufalegt mark af okkar hálfu, við vorum hálfsofandi. Ég get ekki sagt að mér hafi liðið illa, þetta var leikur þar sem við sýndum mikil þroskamerki og stigum vel upp.” Óttar Magnús Karlsson var að spila sinn annan leik fyrir liðið í dag. Hann hefur reynst mikill fengur, var maður leiksins og skoraði 2 mörk til að hjálpa Víkingi við að landa sigrinum. „Það vita allir hvað Óttar er góður og hvað hann er mikilvægur fyrir okkar lið. Hann er búinn að koma mér á óvart hvað hann er „fit” og flottur og fellur eins og flís við rass í okkar lið og ég held hann hafi mjög gaman af að spila með svona liði sem heldur bolta vel og þá er það okkar mál að nýta hans hæfileiki, sem eru mjög miklir. ” Víkingur hefur verið í fallbaráttu undanfarna leiki en með einum sigri eru þeir komnir upp í 8. sætið og Arnar horfir upp fyrir sig í töflunni. „Við nálgumst Evrópusvæðið, þetta er mjög skrýtin deild núna, mjög stutt í fallbaráttu og mjög stutt í Evrópu. Ég leit á sigur KA í dag sem mjög flottan því þá nálgumst við Stjörnuna. Svona á að hugsa þetta, við eigum að hugsa þetta þannig að við séum að nálgast Evrópusæti en ekki að fjarlægast fallbaráttusætin. En við verðum að hafa í huga að það er stutt á milli feigs og ófeigs í þessu og við verðum að halda fókus.” Næsti leikur Víkings er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og það er mikill spenningur fyrir þeim leik enda langt síðan Víkingur hefur komist svona langt í bikarkeppni. „Það eru spennandi tímar framundan og þetta verður „epic” leikur á fimmtudagnn og við verðum klárir í þann leik. Við förum „all in” í þann leik og gerum allt til að landa okkar fyrsta bikarúrslitaleik síðan 1971. Ég var ekki einu sinni fæddur þá!”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira