Erlent

Hin látna stjúpsystir árásarmannsins

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Skotárásin á moskuna er rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk.
Skotárásin á moskuna er rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk. Skjáskot
Maðurinn sem réðist inn í Al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í gær er grunaður um að hafa myrt sautján ára stjúpsystur sína áður en hann réðist inn í moskuna.

Samkvæmt heimildum norska fréttamiðilsins VG var hin látna ættleidd frá Kína þegar hún var tveggja ára gömul. Hinn ákærði sem er tuttugu og eins árs Norðmaður og hin látna eiga ekki sömu foreldra en eru með sama lögheimili. Lögreglan í Noregi kallar hana stjúpsystur hans.

Grunaði á einnig íbúð í Osló sem metin er á um þrjár milljónir norskra króna. Norska lögreglan hefur ekki gefið það út hvenær morðið átti sér stað en líkið fannst þegar vopnaðir lögreglumenn fóru að heimili mannsins í kjölfar árásarinnar á moskuna.

Rétt fyrir árásina skrifaði ákærði vefpóst um að hann væri skipaður útsendari af Brenton Tarrant, sem varð fimmtíu manns að bana árásinni í Christchurch í Nýja Sjálandi í mars á þessu ári. Í vefpóstinum kom einnig fram hann að gerði ráð fyrir því að hann myndi deyja.

Vinsæll og glaðlegur

Á blaðamannafundi í dag sagði Rune Skjöld, lögreglustjóri í Osló, hinn grunaða aðhyllast öfga-hægriskoðanir og hafa andúð á innflytjendum. Hann er alinn upp í Bærum og hafa æskuvinir hans sagt í samtali við VG fréttastofuna hann vera vinsælan, glaðlegan og vel gefinn.

Miklar breytingar kunna hafa verið á hegðun mannsins upp á síðkastið og á lögreglan að hafa haft afskipti af honum áður, fyrir hvað hefur ekki verið gefið út.



Rannsaka andlegt ástanda mannsins

Skjold, lögreglustjóri, sagði að grunaði hafi verið kunnugur lögreglu áður en ekki væri hægt að segja að hann hafi framið glæpi áður. Þá muni hann gangast undir geðrannsókn.

Talið er að maðurinn hafi staðið einn að verki, hann hafi verið vopnaður tveimur byssum sem líktust haglabyssum sem og skammbyssu. „Hann braust inn í gegn um glerhurð og hleypti af byssuskotum,“ bætti Skjold við.

Skotárásin á moskuna er rannsökuð sem mögulegt hryðjuverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×