„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 16:02 Barr sagðist reiður og hneykslaður á að fangelsisyfirvöld hafi ekki tryggt örygg Epstein í fangelsinu á Manhattan. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að „alvarlegir misbrestir“ hafi verið í alríkisfangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein fannst látinn á laugardag. Hann boðar ítarlega rannsókn á hvernig dauða hans bar að. Rannsóknin á glæpum Epstein haldi jafnframt áfram. Epstein, sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, fannst látinn í klefa sínum á laugardagsmorgun. Hann hafði hengt sig. Fangelsisyfirvöld höfðu tekið hann af sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að aðeins nokkrar vikur væru síðan hann fannst meðvitundarlaus í klefa sínum með áverka á hálsi. Þá var hann talinn hafa reynt að svipta sig lífi. Síðan þá hafa borist frásagnir af því að mikið álag hafi verið á vörðum í fangelsinu. Þeir hafi ekki litið inn til Epstein í fleiri klukkustundir nóttina sem hann lést. Samkvæmt reglum áttu þeir að líta á hann á hálftíma fresti. Epstein var einnig einn í klefa þó að hann hafi átt að hafa klefafélaga, að sögn Washington Post. „Við erum nú að komast að alvarlegum misbrestum í þessari aðstöðu sem valda miklum áhyggjum og krefjast ítarlegrar rannsóknar,“ sagði Barr dómsmálaráðherra í dag, að sögn New York Times. Fangelsismálastofnunin heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Lýsti ráðherrann því yfir að rannsókninni á glæpum Epstein yrði ekki hætt þrátt fyrir andlát hans. „Leyfið mér að fullvissa ykkur um að málið heldur áfram gegn hverjum sem var samsekur Epstein. Samverka menn hans ef einhverjir eru ættu ekki að vera rólegir. Fórnarlömbin verðskulda réttlæti og þau munu fá það,“ sagði hann. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að „alvarlegir misbrestir“ hafi verið í alríkisfangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein fannst látinn á laugardag. Hann boðar ítarlega rannsókn á hvernig dauða hans bar að. Rannsóknin á glæpum Epstein haldi jafnframt áfram. Epstein, sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, fannst látinn í klefa sínum á laugardagsmorgun. Hann hafði hengt sig. Fangelsisyfirvöld höfðu tekið hann af sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að aðeins nokkrar vikur væru síðan hann fannst meðvitundarlaus í klefa sínum með áverka á hálsi. Þá var hann talinn hafa reynt að svipta sig lífi. Síðan þá hafa borist frásagnir af því að mikið álag hafi verið á vörðum í fangelsinu. Þeir hafi ekki litið inn til Epstein í fleiri klukkustundir nóttina sem hann lést. Samkvæmt reglum áttu þeir að líta á hann á hálftíma fresti. Epstein var einnig einn í klefa þó að hann hafi átt að hafa klefafélaga, að sögn Washington Post. „Við erum nú að komast að alvarlegum misbrestum í þessari aðstöðu sem valda miklum áhyggjum og krefjast ítarlegrar rannsóknar,“ sagði Barr dómsmálaráðherra í dag, að sögn New York Times. Fangelsismálastofnunin heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Lýsti ráðherrann því yfir að rannsókninni á glæpum Epstein yrði ekki hætt þrátt fyrir andlát hans. „Leyfið mér að fullvissa ykkur um að málið heldur áfram gegn hverjum sem var samsekur Epstein. Samverka menn hans ef einhverjir eru ættu ekki að vera rólegir. Fórnarlömbin verðskulda réttlæti og þau munu fá það,“ sagði hann.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Sjá meira
Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08