Dýr í útrýmingarhættu minna vernduð samkvæmt nýrri löggjöf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 17:53 Skallaörninn var í útrýmingahættu fyrir nokkrum árum síðan en stofninn hefur náð sér aftur á rétt strik. getty/Raymond Boyd Ríkisstjórn Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur ákveðið að breyta því hvernig löggjöf um dýr í útrýmingarhættu verði beitt. Þetta mun verða til þess að löggjöfin, sem meðal annars hefur hjálpað við að bjarga skallaerninum, grábirninum og ameríska krókódílnum frá útrýmingu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Breytingarnar munu hamla því að loftslagsbreytingar verði teknar inn í myndina þegar verið er að meta hvort ákveðin dýrategund þurfi aukna vernd. Breytingarnar munu líklegast minnka svæði sem talin eru í hættu og í fyrsta sinn verða áhrif á efnahag tekin til greina við ákvarðanatöku.Sjá einnig: Trump afléttir banni við innflutningi á veiðiminjagripum úr fílumSjá einnig: Skógarbirnir í útrýmingarhættuAuk þess verður auðveldara að fjarlægja tegundir af útrýmingarhættu lista og verða tegundir í mögulegri útrýmingarhættu ekki jafn vel verndaðar sem gæti orðið til þess að þær verði í útrýmingarhættu. Líklegt er talið að reglurnar auðveldi að nýjar námur verði grafnar, borað verði eftir hráolíu og jarðgasi og byggt verði á svæðum þar sem verndaðar dýrategundir búa.Líffræðilegur fjölbreytileiki heldur gróðurhúsalofttegundum í skefjum David Bernhardt, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingarnar á reglunum muni gera þær nútímalegri og auka gegnsæi á beitingu þeirra. „Til þess að löggjöfin hafi áhrif þarf framkvæmd hennar að vera skilvirk, samræmanleg og gegnsæ,“ sagði Bernhardt í tilkynningu á mánudag. Búist er við því að reglurnar muni taka gildi í næsta mánuði Umhverfisverndarhópar hafa lýst yfir mikilli óánægju með breytingarnar og hafa sagt þær vera stórslys fyrir viðkvæmar tegundir. Margir hópar hafa bent á að í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að áhrif manna á lífríkið munu verða til þess að meira en milljón tegundir deyi út. Þá sé mjög mikilvægt að gæta að líffræðilegum fjölbreytileika í von um að halda gróðurhúsalofttegundum í skefjum. Bandaríkin Dýr Loftslagsmál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur ákveðið að breyta því hvernig löggjöf um dýr í útrýmingarhættu verði beitt. Þetta mun verða til þess að löggjöfin, sem meðal annars hefur hjálpað við að bjarga skallaerninum, grábirninum og ameríska krókódílnum frá útrýmingu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Breytingarnar munu hamla því að loftslagsbreytingar verði teknar inn í myndina þegar verið er að meta hvort ákveðin dýrategund þurfi aukna vernd. Breytingarnar munu líklegast minnka svæði sem talin eru í hættu og í fyrsta sinn verða áhrif á efnahag tekin til greina við ákvarðanatöku.Sjá einnig: Trump afléttir banni við innflutningi á veiðiminjagripum úr fílumSjá einnig: Skógarbirnir í útrýmingarhættuAuk þess verður auðveldara að fjarlægja tegundir af útrýmingarhættu lista og verða tegundir í mögulegri útrýmingarhættu ekki jafn vel verndaðar sem gæti orðið til þess að þær verði í útrýmingarhættu. Líklegt er talið að reglurnar auðveldi að nýjar námur verði grafnar, borað verði eftir hráolíu og jarðgasi og byggt verði á svæðum þar sem verndaðar dýrategundir búa.Líffræðilegur fjölbreytileiki heldur gróðurhúsalofttegundum í skefjum David Bernhardt, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingarnar á reglunum muni gera þær nútímalegri og auka gegnsæi á beitingu þeirra. „Til þess að löggjöfin hafi áhrif þarf framkvæmd hennar að vera skilvirk, samræmanleg og gegnsæ,“ sagði Bernhardt í tilkynningu á mánudag. Búist er við því að reglurnar muni taka gildi í næsta mánuði Umhverfisverndarhópar hafa lýst yfir mikilli óánægju með breytingarnar og hafa sagt þær vera stórslys fyrir viðkvæmar tegundir. Margir hópar hafa bent á að í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að áhrif manna á lífríkið munu verða til þess að meira en milljón tegundir deyi út. Þá sé mjög mikilvægt að gæta að líffræðilegum fjölbreytileika í von um að halda gróðurhúsalofttegundum í skefjum.
Bandaríkin Dýr Loftslagsmál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira