Erlent

Trump afléttir banni við innflutningi á veiðiminjagripum úr fílum

Kjartan Kjartansson skrifar
Viltum fílum hefur fækkað verulega síðustu árin.
Viltum fílum hefur fækkað verulega síðustu árin. Vísir/AFP
Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa aftur innflutning á veiðiminjagripum úr afrískum fílum frá Simbabve og Sambíu. Banni við því var komið á fyrir þremur árum í forsetatíð Baracks Obama en fílarnir vegna þess að fílarnir voru í útrýmingarhættu.

Afrískir fílar eru á lista bandarískra stjórnvalda um dýrategundir í útrýmingarhættu og ber þeim því stuðla að verndun þeirra í öðrum löndum. Talsmaður fiski- og dýralífsstofnunar Bandaríkjanna segir að Afríkuríkin tvö fái fé til verndunar með því að geta selt bandarískum veiðimönnum aðgang að stofninum, að sögn CNN.

Viltum fílum fækkaði um tæplega þriðjung á árunum 2007 til 2014 þrátt fyrir tilraunir til að vernda þá. Veiðiþjófar á höttunum eftir fílabeini ollu allt að 75% fækkun fílanna á sumum svæðum.  Í fyrra voru aðeins 350.000 viltir fílar eftir í náttúrunni.  Þeir töldu milljónir snemma á síðustu öld.

Samtök alþjóðlegra safaríveiðimanna fögnuðu afléttingu bannsins. Wayne Pacelle, forseti dýraverndunarsamtakanna Humane Society,  segir hins vegar að ákvörðun bandarískra stjórnvalda þýði að saklausir fílar verðir skotnir til bana af ríkum Bandaríkjamönnum.

Synir Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa meðal annars verið myndaðir við fílaveiðar í Afríku
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.