Erlent

Rannsaka 35 tölvuárásir Norður-Kóreu

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.
Frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Getty/Chung Sun-jun

Sameinuðu þjóðirnar hafa greint frá því að rannsókn sé hafin á að minnsta kosti 35 tölvuárásum sem raktar eru til Norður-Kóreu. Skotmörk árásanna voru að minnsta kosti 17 ríki. Kallað er eftir frekar viðskiptaþvingunum á stjórnvöld í Pjongjang.

Þrettán ríki urðu fyrir einni árás (Kosta Ríka, Gambía, Gvatemala, Kúveit, Líbería, Malasía, Malta, Nígería, Pólland, Suður Afríka, Túnis og Víetnam) en fjögur ríki þurftu að verjast fleiri en einni árás. Tilgangur árásanna er sagður hafa verið að fjármagna vopnaframleiðslu í Norður-Kóreu.

Nágrannaland Norður-Kóreu, Suður-Kórea, varð fyrir 10 árásum, Indland varð fyrir árásum í þrígang en Bangladess og Chile urðu fyrir tveimur árásum.

AP segir að í skýrslu SÞ komi fram að Norður-Kórea hafi með þessum árásum, á viðskiptastofnanir og gagnaver þar sem rafmyntir eru unnar, stolið allt að tveimur milljörðum dala.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.