Pepsi Max mörkin: „Óíþróttamannslegt hjá Castillion“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 10:30 Geoffrey Castillion verður ekki með Fylki í næsta leik vísir/daníel Geoffrey Castillion gerði sig sekan um óíþróttamannslegt athæfi að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna þegar hann nældi sér viljandi í gult spjald í leik Fylkis og Grindavíkur. Castillion sparkaði boltanum viljandi í burtu eftir að búið var að dæma aukaspyrnu á hann, hegðun sem verðskuldar gult spjald samkvæmd knattspyrnureglunum og því fékk hann gult. Fyrir þennan leik var Castillion á þremur gulum spjöldum. Eitt spjald í viðbót og hann færi í bann fyrir uppsöfnuð spjöld. Castillion er á láni hjá Fylki frá FH. Næsti leikur Fylkis er gegn FH og því hefði Castillion ekki mátt spila þann leik. Það var því ekki annað hægt en að túlka aðgerðir framherjans í gær öðruvísi en svo að hann hafi viljandi náð sér í gult spjald til þess að þurrka út gulu spjöldin og taka leikbannið út í leik sem hann hefði aldrei spilað hvort sem er. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í þetta eftir leik í gærkvöld og sagði við Vísi að ekkert hafi verið á bakvið spjaldið. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi. Fyrirliði Fylkis, Ólafur Ingi Skúlason, hafði hins vegar aðra sögu að segja við Fótbolta.net. „Það var vitað að hann myndi ekki geta spilað næsta leik og það er gott að taka út leikbann á sama tíma,“ sagði Ólafur.Klippa: Pepsi Max mörkin: Óíþróttamannslegt hjá Castillion Pepsi Max mörk karla ræddu þetta atvik í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport og voru sérfræðingar þáttarins ósammála um málið. „Hvað með það?“ spurði Þorkell Máni Pétursson, annar sérfræðinga þáttarins, þegar málið var tekið fyrir. „Það er óíþróttamannslegt,“ svaraði Atli Viðar Björnsson, hinn sérfræðingurinn í settinu í gær. „Hann er að hafa rangt við með því að ná sér í gult spjald þar sem hann má ekki spila þennan leik,“ bætti Atli við. Það er ekki lengra síðan en nú í vor þegar mál af þessu tagi kom upp í alþjóðafótboltanum þegar Sergio Ramos var dæmdur sekur um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í Meistaradeild Evrópu. Ramos fékk auka leik í bann fyrir athæfið. „Ég held að ef við værum að þjálfa Fylkisliðið þá hefðum við allir lagt það sama til,“ sagði Máni. „Það eru ekki neinar skráðar reglur um að þetta megi ekki.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Geoffrey Castillion gerði sig sekan um óíþróttamannslegt athæfi að mati sérfræðinga Pepsi Max markanna þegar hann nældi sér viljandi í gult spjald í leik Fylkis og Grindavíkur. Castillion sparkaði boltanum viljandi í burtu eftir að búið var að dæma aukaspyrnu á hann, hegðun sem verðskuldar gult spjald samkvæmd knattspyrnureglunum og því fékk hann gult. Fyrir þennan leik var Castillion á þremur gulum spjöldum. Eitt spjald í viðbót og hann færi í bann fyrir uppsöfnuð spjöld. Castillion er á láni hjá Fylki frá FH. Næsti leikur Fylkis er gegn FH og því hefði Castillion ekki mátt spila þann leik. Það var því ekki annað hægt en að túlka aðgerðir framherjans í gær öðruvísi en svo að hann hafi viljandi náð sér í gult spjald til þess að þurrka út gulu spjöldin og taka leikbannið út í leik sem hann hefði aldrei spilað hvort sem er. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var spurður út í þetta eftir leik í gærkvöld og sagði við Vísi að ekkert hafi verið á bakvið spjaldið. „Nei, ekki neitt, enda skammaði ég hann fyrir þetta,“ sagði Helgi. Fyrirliði Fylkis, Ólafur Ingi Skúlason, hafði hins vegar aðra sögu að segja við Fótbolta.net. „Það var vitað að hann myndi ekki geta spilað næsta leik og það er gott að taka út leikbann á sama tíma,“ sagði Ólafur.Klippa: Pepsi Max mörkin: Óíþróttamannslegt hjá Castillion Pepsi Max mörk karla ræddu þetta atvik í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport og voru sérfræðingar þáttarins ósammála um málið. „Hvað með það?“ spurði Þorkell Máni Pétursson, annar sérfræðinga þáttarins, þegar málið var tekið fyrir. „Það er óíþróttamannslegt,“ svaraði Atli Viðar Björnsson, hinn sérfræðingurinn í settinu í gær. „Hann er að hafa rangt við með því að ná sér í gult spjald þar sem hann má ekki spila þennan leik,“ bætti Atli við. Það er ekki lengra síðan en nú í vor þegar mál af þessu tagi kom upp í alþjóðafótboltanum þegar Sergio Ramos var dæmdur sekur um að hafa viljandi náð sér í gult spjald í Meistaradeild Evrópu. Ramos fékk auka leik í bann fyrir athæfið. „Ég held að ef við værum að þjálfa Fylkisliðið þá hefðum við allir lagt það sama til,“ sagði Máni. „Það eru ekki neinar skráðar reglur um að þetta megi ekki.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira