Íslenski boltinn

Ekkert lið minna með boltann í umferðinni en HK í stórsigrinum á KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Marteinsson og félagar nýttu færin sín vel á móti KR.
Ásgeir Marteinsson og félagar nýttu færin sín vel á móti KR. Vísir/Bára
HK-ingar þurftu ekki að vera mikið með boltann þegar þeir unnu 4-1 stórsigur á toppliði KR í sextándu umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta.

HK-liðið var aðeins með boltann í 19 mínútur og 25 sekúndur í leik liðanna í Kórnum samkvæmt úttekt Instat eða minna en öll hin ellefu lið deildarinnar í þessari umferð.

HK var með boltann í 34,6 prósent leiktímans en KR var á móti með boltann í 65,4 prósent leiktímans eða samtals í 36 mínútur og 44 sekúndur.

HK-liðið nýtti færin vel í leiknum eða 80 prósent samkvæmt Instat en liðið skoraði úr 4 af 5 færum. KR-ingar nýttu aðeins 1 af 4 færum sínum. Öll sjö skot HK-inga í leiknum fóru á markið en aðeins 5 af 11 skotum KR-inga.

KR fékk langflest horn í umferðinni eða þrettán. Það eru þremur meira en næstu lið og ellefu hornum meira en HK fékk. HK-ingar voru hins vegar oftast rangstæðir eða fimm sinnum.

HK átti líka langfæstar sendingar í umferðinni en 197 af 296 sendingum HK-inga í leiknum heppnuðust sem gerir 67 prósent. KR-ingar reyndu 608 sendingar í leiknum og 497 þeirra heppnuðust eða 82 prósent.

KR var því með 300 fleiri heppnaðar sendingar en HK í leiknum þrátt fyrir þetta stóra tap.

Lið sem voru mest með boltann í 16. umferð Pepsi Max deild karla 2019:

(Tölur frá Instat)

1. Víkingur 39 mínútur: 33 sekúndur

2. Grindavík 37:08

3. KR  36:44

4. Valur 33:27

5. Breiðablik 27:13

6. Fylkir 24:15

7. KA 23:52

8. Stjarnan 23:40

9. FH 23:30

10. ÍBV 20:07

11. ÍA 19:42

12. HK 19:25






Fleiri fréttir

Sjá meira


×