Íslenski boltinn

Ekkert lið minna með boltann í umferðinni en HK í stórsigrinum á KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Marteinsson og félagar nýttu færin sín vel á móti KR.
Ásgeir Marteinsson og félagar nýttu færin sín vel á móti KR. Vísir/Bára

HK-ingar þurftu ekki að vera mikið með boltann þegar þeir unnu 4-1 stórsigur á toppliði KR í sextándu umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta.

HK-liðið var aðeins með boltann í 19 mínútur og 25 sekúndur í leik liðanna í Kórnum samkvæmt úttekt Instat eða minna en öll hin ellefu lið deildarinnar í þessari umferð.

HK var með boltann í 34,6 prósent leiktímans en KR var á móti með boltann í 65,4 prósent leiktímans eða samtals í 36 mínútur og 44 sekúndur.

HK-liðið nýtti færin vel í leiknum eða 80 prósent samkvæmt Instat en liðið skoraði úr 4 af 5 færum. KR-ingar nýttu aðeins 1 af 4 færum sínum. Öll sjö skot HK-inga í leiknum fóru á markið en aðeins 5 af 11 skotum KR-inga.

KR fékk langflest horn í umferðinni eða þrettán. Það eru þremur meira en næstu lið og ellefu hornum meira en HK fékk. HK-ingar voru hins vegar oftast rangstæðir eða fimm sinnum.

HK átti líka langfæstar sendingar í umferðinni en 197 af 296 sendingum HK-inga í leiknum heppnuðust sem gerir 67 prósent. KR-ingar reyndu 608 sendingar í leiknum og 497 þeirra heppnuðust eða 82 prósent.

KR var því með 300 fleiri heppnaðar sendingar en HK í leiknum þrátt fyrir þetta stóra tap.

Lið sem voru mest með boltann í 16. umferð Pepsi Max deild karla 2019:
(Tölur frá Instat)
1. Víkingur 39 mínútur: 33 sekúndur
2. Grindavík 37:08
3. KR  36:44
4. Valur 33:27
5. Breiðablik 27:13
6. Fylkir 24:15
7. KA 23:52
8. Stjarnan 23:40
9. FH 23:30
10. ÍBV 20:07
11. ÍA 19:42
12. HK 19:25Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.