Íslenski boltinn

Rúnar: Höfum líka farið erfiða leið og unnið bikarinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson stöð 2
KR getur komist í bikarúrslitaleikinn í fótbolta í fyrsta skipti frá árinu 2015 með sigri á FH í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld.„Bikarkeppnin er ótrúlega skemmtileg. Útsláttarfyrirkomulag er skemmtilegt, úrslitaleikur í hvert skipti. Það er stutt leið í bikarúrslitin þó hún sé oft erfið,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um bikarinn þegar Arnar Björnsson talaði við hann í Frostaskjólinu í gær.„Núna erum við að fara í hörku leik við FH, síðasti leikurinn um að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Hann er mikill og stór dagur fyrir öll félög.“KR hefur farið auðveldari leið í undanúrslitin á pappírnum, FH hefur þurft að slá út úrvalsdeildarlið í hverri umferð á meðan KR hefur enn ekki mætt úrvalsdeildarliði í keppninni í ár.„Við höfum farið erfiðar leiðir líka og unnið áður. Núna mættum við örlítið lægra skrifuðum liðum, en þetta voru samt erfiðir leikir og þú þarft að vinna þetta allt.“„Bikarkeppnin hefur þann sjarma að ef þú ert ekki á tánum þá getur þú hæglega tapað fyrir liðum úr neðri deildunum.“Það kemur í ljós í kvöld hvort það verði FH eða KR sem fær að taka þátt í stóra deginum á Laugardalsvelli í september. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:00 í Kaplakrika og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.