Erlent

R. Kelly fundar með lögmanninum sem varði Michael Jackson og Bill Cosby

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Tom Mesereau hefur varið mörg frægðarmennin í gegn um tíðina.
Tom Mesereau hefur varið mörg frægðarmennin í gegn um tíðina. Vísir/Getty

Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem sakaður er um stórfellda kynferðisglæpi yfir nokkurra ára tímabil, hefur fundað með lögmanninum Tom Mesereau. Lögmaðurinn er þekktur verjandi í Bandaríkjunum og hvað þekktastur fyrir að hafa varið Michael Jackson þegar popptónlistarmaðurinn var ákærður fyrir kynferðislega misnotkun á börnum, og unnið málið.Slúðurmiðillinn TMZ greinir frá þessu og segir jafnframt að Kelly hyggi á breytingar á lögfræðiteymi sínu. Vonist hann til að Mesereau verði aðallögfræðingur hans. Auk þess að hafa varið Jackson árið 2005 þá varði hann einnig leikarann Robert Blake, sama ár, þegar leikarinn var sakaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana. Það mál fór Mesereau og skjólstæðingi hans einnig í vil. Eins var Mesereau verjandi Bill Cosby.Þá hefur spurningu um hvernig Kelly ætlar sér að borga lögfræðikostnað sinn verið velt upp. Eins og gefur að skilja kostar það væna summu að fá til liðs við sig þekktan stjörnulögfræðing, en fréttir af fjárhagskröggum Kelly hafa verið áberandi að undanförnu. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að Kelly hefði ekki efni á meðlagsgreiðslum til fyrrverandi eiginkonu sinnar, Dreu Kelly.

Mynd sem tekin var af Kelly þegar hann var færður í varðhald af lögreglunni í Chicago.Chicago Police Dept./AP


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.