Leit að belgíska ferðamanninum hafin á ný við Þingvallavatn Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 18:48 Frá leitinni við Þingvallavatn á laugardag. Mynd/Landsbjörg Leit að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn hófst á ný um klukkan sex í dag eftir leitarhlé síðan á mánudag. Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu. Þá er bróðir mannsins kominn til landsins og fylgist með leitinni. Gengið er út frá því að hinn 41 árs Björn Debecker, tveggja barna faðir frá Leuven og menntaður verkfræðingur, hafi fallið útbyrðis þegar hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Bátur og bakpoki í eigu Debeckers fundust í vatninu á laugardag. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að björgunarsveitarmenn úr Árnessýslu muni leita á bátum og ganga í fjörur í kvöld. Þá hafi björgunarsveitarmenn kafað í vatninu síðdegis en gert er ráð fyrir að sérsveitarmenn muni kafa á morgun, nálægt inntakinu á Steingrímsstöð. Greint var frá því í dag að slökkva þurfi á Steingrímsstöð til að kafararnir geti athafnað sig. Í stöðinni er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Sveinn segir að leitin í kvöld muni áfram beinast að syðri hluta Þingvallavatns, nálægt Villingavatni. Veðurskilyrði hafa batnað töluvert á leitarsvæðinu síðan um helgina og munu leitarmenn því eiga auðveldara með að athafna sig. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á tíunda tímann í kvöld. Aðspurður segir Sveinn að engar nýjar vísbendingar í málinu hafi komið fram síðan leitað var síðast á mánudag. Lögregla hefur verið í sambandi við fjölskyldu Debeckers síðan um helgina en bróðir hans er nú kominn til landsins. Sveinn segir að lögregla sé í góðu sambandi við bróðurinn en að málið hvíli þungt á honum. Belgískir fjölmiðlar hafa lýst Debecker sem miklum heimshornaflakkara. Hann er sagður hafa komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili. Þá er Debecker sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33 Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Leit að belgískum ferðamanni sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn hófst á ný um klukkan sex í dag eftir leitarhlé síðan á mánudag. Leit mun áfram beinast að sunnanverðu vatninu, að sögn lögreglu. Þá er bróðir mannsins kominn til landsins og fylgist með leitinni. Gengið er út frá því að hinn 41 árs Björn Debecker, tveggja barna faðir frá Leuven og menntaður verkfræðingur, hafi fallið útbyrðis þegar hann sigldi á kajak út á Þingvallavatn um helgina. Bátur og bakpoki í eigu Debeckers fundust í vatninu á laugardag. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að björgunarsveitarmenn úr Árnessýslu muni leita á bátum og ganga í fjörur í kvöld. Þá hafi björgunarsveitarmenn kafað í vatninu síðdegis en gert er ráð fyrir að sérsveitarmenn muni kafa á morgun, nálægt inntakinu á Steingrímsstöð. Greint var frá því í dag að slökkva þurfi á Steingrímsstöð til að kafararnir geti athafnað sig. Í stöðinni er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Sveinn segir að leitin í kvöld muni áfram beinast að syðri hluta Þingvallavatns, nálægt Villingavatni. Veðurskilyrði hafa batnað töluvert á leitarsvæðinu síðan um helgina og munu leitarmenn því eiga auðveldara með að athafna sig. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á tíunda tímann í kvöld. Aðspurður segir Sveinn að engar nýjar vísbendingar í málinu hafi komið fram síðan leitað var síðast á mánudag. Lögregla hefur verið í sambandi við fjölskyldu Debeckers síðan um helgina en bróðir hans er nú kominn til landsins. Sveinn segir að lögregla sé í góðu sambandi við bróðurinn en að málið hvíli þungt á honum. Belgískir fjölmiðlar hafa lýst Debecker sem miklum heimshornaflakkara. Hann er sagður hafa komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili. Þá er Debecker sagður hafa leitað upplýsinga hjá þjóðgarðsvörðum áður en hann týndist. Þá virðist sem hann hafi gist í tjaldi við norðanvert vatnið.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Lögreglumál Þingvellir Tengdar fréttir „Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01 Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33 Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Yfirgnæfandi líkur“ á að maðurinn hafi fallið í vatnið Leit lögreglunnar að erlendum ferðamanni í og við Þingvallavatn hefur enn engan árangur borið. 12. ágúst 2019 11:01
Slökkva þarf á Steingrímsstöð svo sérsveitarmenn geti athafnað sig við leit í Þingvallavatni Leit að belgískum ferðamanni verður haldið áfram í dag. 14. ágúst 2019 13:33
Belgíski ferðamaðurinn sagður mikill heimshornaflakkari Maðurinn sem talið er að hafi fallið í Þingvallavatn heitir Björn Debecker og er 41 árs. 13. ágúst 2019 11:15