Erlent

Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta

Andri Eysteinsson skrifar
Joko Widodo er forseti Indónesíu.
Joko Widodo er forseti Indónesíu. Getty/Bloomberg
Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. Widodo lagði tillöguna fram í ræðu sinni degi áður en að Indónesía fagnar 74 ára sjálfstæðisafmæli. Al Jazeera greinir frá.

Höfuðborg Indónesíu er í dag borgin Jakarta en verði tillaga forsetans samþykkt verður höfuðborgin Kalimantan á eyjunni Borneó.

Um 30 milljónir búa í Jakarta og næsta nágrenni en innviðir borgarinnar þykja ekki ráða við hinn mikla fjölda íbúa. Flóð eru tíð í borginni sem hefur sigið reglulega ásamt því að skólp þykir menga neysluvatn.


Tengdar fréttir

Forseti Indónesíu brunar um borg og bí á bifhjóli

Forseti Indónesíu, Joko Widodo, hefur heldur betur vakið lukku á samfélagsmiðlum eftir að myndskeið sem sýnt var á opnunarhátíð hinna árlegu Asíuleika, sem nú eru haldnir í 18. skipti, var sýnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×