Erlent

Leggur til að höfuðborgin verði færð frá Jakarta

Andri Eysteinsson skrifar
Joko Widodo er forseti Indónesíu.
Joko Widodo er forseti Indónesíu. Getty/Bloomberg

Joko Widodo, forseti Indónesíu hefur formlega lagt fram tillögu til þjóðþings Indónesíu þess efnis að höfuðborg landsins verði færð frá eyjunni Jövu til eyjarinnar Borneó. Widodo lagði tillöguna fram í ræðu sinni degi áður en að Indónesía fagnar 74 ára sjálfstæðisafmæli. Al Jazeera greinir frá.

Höfuðborg Indónesíu er í dag borgin Jakarta en verði tillaga forsetans samþykkt verður höfuðborgin Kalimantan á eyjunni Borneó.

Um 30 milljónir búa í Jakarta og næsta nágrenni en innviðir borgarinnar þykja ekki ráða við hinn mikla fjölda íbúa. Flóð eru tíð í borginni sem hefur sigið reglulega ásamt því að skólp þykir menga neysluvatn.


Tengdar fréttir

Forseti Indónesíu brunar um borg og bí á bifhjóli

Forseti Indónesíu, Joko Widodo, hefur heldur betur vakið lukku á samfélagsmiðlum eftir að myndskeið sem sýnt var á opnunarhátíð hinna árlegu Asíuleika, sem nú eru haldnir í 18. skipti, var sýnt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.