Forseti Indónesíu brunar um borg og bí á bifhjóli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2018 23:03 Joko Widodo, forseti Indónesíu. Vísir/Getty Forseti Indónesíu, Joko Widodo, hefur heldur betur vakið lukku á samfélagsmiðlum eftir að myndskeiði sem sýnt var á opnunarhátíð hinna árlegu Asíuleika, sem nú eru haldnir í 18. skipti, var deilt á internetinu. Í myndskeiðinu sést Widodo bruna um götur Jakarta á mótorhjóli. Myndbandið sýnir hinn 57 ára gamla forseta á leið með bifreið sinni á umrædda opnunarhátíð. Hann verður fyrir því óhappi að lenda í mikilli og hægfara umferð, en Jakarta, höfuðborg Indónesíu, er einmitt þekkt fyrir mikinn umferðarþunga. Widodo deyr þó ekki ráðalaus og skellir sér á mótorhjól og brunar yfir, undir og á milli ýmissa hindrana sem á vegi hans verða. Myndbandið endar síðan á því að Widodo mætir á aðalleikvang Jakarta og fær sér sæti þar sem opnunarhátíðin er í þann mund að hefjast. Myndbandið hefur vakið gríðarlega lukku í netheimum og nálgast óðfluga milljón áhorf á YouTube. Þá hefur myndbandið farið eins og eldur í sinu um Twitter, og myllumerkin #proudtobeindonesian og #stuntman fóru á flug á samfélagsmiðlinum. Sitt sýnist þó hverjum um uppátæki forsetans, en pólitískir andstæðingar hans hafa sakað hann um að reyna með þessu að fegra ímynd sína gagnvart ungum kjósendum og beina þannig athyglinni frá þeim vandamálum sem Indónesía glímir við um þessar mundir. Myndskeiðið má sjá hér að neðan.Presiden Jokowi hadir di Stadion Gelora Bung Karno.#AsianGames2018#EnergyofAsia#OpeningCeremonyAsianGames2018pic.twitter.com/eiZ36LGC81 — NET. (@netmediatama) August 18, 2018 Indónesía Lífið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira
Forseti Indónesíu, Joko Widodo, hefur heldur betur vakið lukku á samfélagsmiðlum eftir að myndskeiði sem sýnt var á opnunarhátíð hinna árlegu Asíuleika, sem nú eru haldnir í 18. skipti, var deilt á internetinu. Í myndskeiðinu sést Widodo bruna um götur Jakarta á mótorhjóli. Myndbandið sýnir hinn 57 ára gamla forseta á leið með bifreið sinni á umrædda opnunarhátíð. Hann verður fyrir því óhappi að lenda í mikilli og hægfara umferð, en Jakarta, höfuðborg Indónesíu, er einmitt þekkt fyrir mikinn umferðarþunga. Widodo deyr þó ekki ráðalaus og skellir sér á mótorhjól og brunar yfir, undir og á milli ýmissa hindrana sem á vegi hans verða. Myndbandið endar síðan á því að Widodo mætir á aðalleikvang Jakarta og fær sér sæti þar sem opnunarhátíðin er í þann mund að hefjast. Myndbandið hefur vakið gríðarlega lukku í netheimum og nálgast óðfluga milljón áhorf á YouTube. Þá hefur myndbandið farið eins og eldur í sinu um Twitter, og myllumerkin #proudtobeindonesian og #stuntman fóru á flug á samfélagsmiðlinum. Sitt sýnist þó hverjum um uppátæki forsetans, en pólitískir andstæðingar hans hafa sakað hann um að reyna með þessu að fegra ímynd sína gagnvart ungum kjósendum og beina þannig athyglinni frá þeim vandamálum sem Indónesía glímir við um þessar mundir. Myndskeiðið má sjá hér að neðan.Presiden Jokowi hadir di Stadion Gelora Bung Karno.#AsianGames2018#EnergyofAsia#OpeningCeremonyAsianGames2018pic.twitter.com/eiZ36LGC81 — NET. (@netmediatama) August 18, 2018
Indónesía Lífið Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu Sjá meira