Íslenski boltinn

Jóhannes Karl: Þegar þú ert kominn í úrslitin er ekkert í boði nema sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jóhannes Karl Sigursteinsson
Jóhannes Karl Sigursteinsson vísir
Jóhannes Karl Sigursteinsson getur fært KR titil á sínu fyrsta tímabili með félagið þegar KR mætir Selfossi í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna á Laugardalsvelli á morgun, laugardag.Jóhannes Karl tók við KR um miðjan júlí eftir að Bojana Besic sagði upp störfum.„Fyrir alla leikmenn og þá sem koma að þessu þá er stefnan sett á titilinn. Þú ert kominn í bikarúrslitaleik og þá er ekkert í boði nema sigur,“ sagði Jóhannes Karl á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn.„Menn eru farnir að finna fyrir spennunni en þetta verður fyrst og fremst gaman bara og verður stór stund.“Hvernig leik á Jóhannes von á að sjá á morgun? „Ég held þetta verði hörku leikur. Þetta eru tvö mjög sterk lið og bæði vilja titilinn.“„Selfyssingar hafa farið í bikarúrslitin tvisvar með stuttu millibili án þess að taka titil svo það er krafa þar að vinna líka.“„Heilt yfir vonum við bara að þetta verði opinn og skemmtilegur fótboltaleikur og KR vinni.“„Við erum búnir að leggja upp okkar leikplan en við erum líka fullkomlega meðvituð um það að það eru einhverjir að vinna vinnuna Selfoss megin líka. Það er erfitt að plana þetta þannig að allt gangi upp svo við verðum bara að vera tilbúin á öllum sviðum að takast á við það sem kemur upp,“ sagði Jóhannes Karl.Bikarúrslitaleikurinn er á Laugardalsvelli á morgun, laugardaginn 17. ágúst, og hefst hann klukkan 17:00. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending hálftíma fyrir leik. Fyrir þá sem ætla að mæta á völlinn vill KSÍ hvetja fólk til þess að kaupa miða fyrir fram á tix.is.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.